Heilbrigðismál - 01.06.1998, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.06.1998, Blaðsíða 19
Þreyttir þurfa hvíld Það eru lífsgæði að fá fullan svefn Grein eftir Ingólf S. Sveinsson Ein algengasta orsök streitu er sú að fólk sefur ekki nógu lengi, vanrækir þörf líkam- ans fyrir svefn. Hver og einn veit að góður svefn veitir þreyttum manni hvíld, frið og endurnæringu. En hversu mikilvægur er svefninn? Fáir virðast vita núorðið hver hin skaðlegu áhrif svefnskorts eru og margir þekkja ekki gildi góðrar hvíldar. Almennt er talið að svefnþörf manna nemi um það bil tíma myrkursins í heitari löndum. Fræðimenn ætla að meðalsvefn- þörf fullorðinna sé um sjö og hálf klukku- stund en misjöfn frá einum manni til annars svo að muni meira en klukkustund í hvora átt. Jafnvel er talið að meðalsvefn- tíminn hafi verið lengri fyrr á öldum. Börn og ungmenni þurfa meiri svefn en full- orðnir, svo sem alkunnugt er. Lengd svefnsins skiptir þó ekki öllu máli heldur einnig gæðin. Öruggasti mælikvarðinn á góðan svefn er að við séum vel úthvíld að morgni og að okkur líði vel yfir daginn. „Á við hálfa gjöf" Fyrrum var þekking í þjóðtrú okkar sem leiðbeindi fólki um svefnhætti. Gamalt máltæki segir: „Svefninn er á við hálfa gjöf." Kunn er sú trú að klukkustundar svefn fyrir miðnætti endurnæri á við tvær stundir eftir miðnætti. Er þetta í samræmi við þá nútíma þekkingu að innbyggð klukka stjórnar líkamshita þannig að hann lækkar hraðast síðla kvölds og að vaxtar- hormón myndast í djúpum svefni fyrri hluta nætur. Vaxtarhormón stýrir vexti hjá þeim sem ungir eru en það stjórnar einnig hraða endurnýjunar á frumum í líkama okkar hinna - hve lengi við höldumst ung. í flestum leikritum Shakespeares, sem skrifuð voru á sautjándu öld, er ein pers- óna búin að tapa ráði og rænu og einhver segir á þessa leið: „Honum batnar þegar líknandi svefninn kemur og skýrir huga hans og veitir frið." í hinni frægu sögu um riddarann sem barðist við vindmyllur, Don Quixote, er því gjörla lýst að fræðigrúsk um nætur átti þátt í að gera hinn hugprúða riddara ruglaðan. Ofurhuginn Galdra-Loft- ur, í samnefndu leikriti Jóhanns Sigurjóns- sonar, talaði fyrir hönd margra með orðun- um: „Svefninn er óvinur minn. Hann stelur frá mér tíma." Þessi dæmi eru tilfærð til að Flestir þurfa sjö til níu stunda svefn til að fá fulla endurnær- andi hvíld. Börn og unglingar þurfa að sofa lengur. Svefnskortur veldur þreytu. Sífelld þreyta veldur streitu. Þreyta og streita hækka spennu og greiða sjúk- dómum leið. Eftir eins sólarhrings vöku skerðist hæfni manna verulega, til dæmis að aka bifreið. A öðrum og þriðja sólar- hring vöku eru misskynjanir algengar. Eftir fjögurra sólarhringa vöku koma löng tímabil misskynjana og ofskynjana. Áframhaldandi vaka sviptir alla ráði. leggja áherslu á að mönnum hefur verið ljóst öldum saman hve mikilvægur svefn er og hvers vegna. Samfelld vaka Rannsóknir á heilbrigðu fólki sýna að eftir eins sólarhrings vöku skerðist hæfni manna verulega. Athygli og einbeiting verður gloppótt og síðan almennt sljó. Fólk tapar hæfni til að halda athygli stöðugri, til dæmis að leysa reikningsþraut, fylgjast með ratsjárskjá eða aka bifreið. Hæfni til að inna af hendi æfða athöfn eða starf getur þó haldist lengi, einkum fái fólk að ráða vinnuhraða sínum. A öðrum sólarhring vöku fer fólk að rugla saman eigin hugsunum og utanað- komandi upplýsingum. Líkamleg óþæg- indi byrja að gera vart við sig, spennutil- finning kringum höfuðið, sviði í augum, þokusýn. Á öðrum og þriðja sólarhring hefur ein- beiting sljóvgast það mikið að nússkynjanir eru algengar, örstuttir dúrar, nokkurra sek- úndna langir, koma æ oftar inn í vöku- ástandið, jafnvel án þess að fólk verði þess vart. Kyrrstæðir hlutir virðast hreyfast, fjarlægðarskyn verður óöruggt. Eftir fjögurra sólarhringa vöku koma hjá sumum löng tímabil með misskynjunum og ofskynjunum, tímaskyn truflast, draum- ar ráðast inn í vökuástandið, margir finna fyrir vaxandi óöryggi, kvíða og ofsóknar- tilfinningu. Áframhaldandi vaka sviptir alla ráði og endalaus vaka leiðir menn og dýr til dauða. Lýsandi fyrir áhrif svefntaps og þreytu eru þær sögur sem sagðar voru af síldar- skipstjórum sem fyrrum sátu í útsýnis- byrginu uppi á stýrishúsum síldarskipanna og horfðu sólarhringum saman eftir vað- andi síldartorfum. Þegar skipstjórinn hafði ræst mannskapinn nokkrum sinnum til að kasta á torfur sem enginn annar sá vissu allir hvað klukkan sló. Karlinn var orðinn vitlaus og það varð að koma honum í svefn með góðu eða illu - líklega oftar með illu. Skertur svefn Algjört svefntap er ekki algengt en þeim mun algengara er að menn spari við sig svefn - stundum af illri nauðsyn - eða HEILBRIGÐISMÁL 2/1998 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.