Heilbrigðismál - 01.06.1998, Blaðsíða 33
>félagið
íslenskar rannsóknir sýna að reykingar auka
hættu á mörgum tegundum krabbameins
Konur eru í meiri hættu en karlar varðandi lungnakrabbamein
Þeir sem reykja eru í 50-60%
meiri hættu á að fá krabbamein
heldur en þeir sem hafa aldrei
reykt. Þetta kemur fram í niður-
stöðum íslenskrar rannsóknar sem
nýlega voru birtar í grein í tímarit-
inu Cancer Epidemiology Biomark-
ers & Prevention. Greinarhöfundar
eru Hrafn Tulinius, Nikulás Sigfús-
son, Helgi Sigvaldason, Kristín
Bjarnadóttir og Laufey Tryggva-
dóttir.
Rannsókn þessi fjallaði um
áhættuþætti illkynja sjúkdóma og
var samvinnuverkefni Krabba-
meinsskrár Krabbameinsfélags Is-
lands og Rannsóknastöðvar Hjarta-
verndar. Af 23 þúsund manns sem
fóru í rannsókn hjá Hjartavernd
greindust 1785 karlar og 1490 konur
með krabbamein á árunum frá 1968
til 1995.
í hóprannsókn Hjartaverndar var
spurt um ýmsa lífshætti og gerðar
mælingar á hæð, þyngd, blóðfitu
og fleiru. Við samanburð á þessum
þáttum kom í ljós að reykingar
reyndust langsterkasti áhættuþátt-
ur krabbameins í heild, bæði hjá
körlum og konum, og einnig varð-
andi lungnakrabbamein og nokkrar
aðrar tegundir krabbameins (sjá
töflu).
Sérstaka athygli vekur að sígar-
ettureykingar auka hættu á lungna-
krabbameini meira meðal kvenna
en karla. Áhættan eykst eftir því
sem meira er reykt (sjá súlurit).
Þannig eru konur sem reykja 25 eða
fleiri sígarettur á dag í 44-faldri
áhættu en karlar í 29-faldri áhættu
miðað við þá sem hafa aldrei reykt.
Þetta er staðfesting á niðurstöðum
nokkurra nýrra erlendra rann-
sókna.
Að því er varðar aðra áhættu-
þætti má nefna að aukin hæð og
þyngd virðist geta aukið hættu á
nokkrum tegundum krabbameins
en í flestum tilvikum eru áhrifin
ekki mikil.
Taflan sýnir hlutfallslega áhættu
þeirra sem reykja, samanborið við
þá sem hafa aldrei reykt.
Karlar:
Krabbamein í lungum 10,4
Krabbamein í briskirtli 6,5
Krabbamein í þvagblöðru 2,4
Konur:
Krabbamein í lungum 18,3
Krabbamein í leghálsi 2,5
Krabbamein í briskirtli 1,7
Krabbamein í ristli og endaþarmi 1,3
Reykingar margfalda
hættu á lungnakrabbameini
Niðurstöður rannsókna
Krabbameinsskrárinnar
og Hjartaverndar
13,5
Karlar
1,0
Konur
1,0
2,9
3,7
Hafa aldrei
reykt
9,4
6,5
30,7
28,7
44,1
15,7
7,8
Hættir
að reykja
Reykja
1-14 sígarettur
á dag
Reykja
15-24 sígarettur
á dag
Reykja
25 eða fleiri
sígarettur á dag
Reykja
vindla eða pípu
HEILBRIGÐISMÁL 2/1998 33