Heilbrigðismál - 01.06.1998, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.06.1998, Blaðsíða 6
Erlent Taktu þér tómat í hönd Efnið lycopene virðist draga úr hættu á krabba- meini í blöðruhálskirtli, ristli og leghálsi. Þessi áhrif hafa áður verið kynnt, en ný evrópsk rannsókn sýnir að þeir karlar sem hafa mest af þessu efni í líkamanum eiga síður en aðrir á hættu að fá hjartaáfall. Mest er af lycopene í tómötum og afurðum úr þeim. Þess vegna er ekki úr vegi að biðja um aukaskammt af tóm- atsósu næst þegar pönt- uð er pitsa. Prevention, mars 1998. Teningunum er kastað. Nú hefur verið sýnt fram á, með rannsókn- um, að hvers konar spil og leikir eru tilvalin heilaleikfimi þegar árin færast yfir. Með þessu móti má þjálfa hugann og skerpa hugsunina. Lykill að árangri Bandarískir unglingar sofa að jafnaði í sjö stundir en þyrftu helst að sofa í níu stundir til að vera nógu vel vakandi við nám og störf. Komið hefur í ljós að nemendur sem fara snemma að sofa fá betri einkunnir en þeir sem sofa minna. Vibrant Life, nóvember- desember 1997. Eldri mæður verða eldri Konur sem eignast börn eftir fertugt eru mun líklegri en aðrar til að ná hundrað ára aldri. Bandarísk rannsókn sýnir þetta. Ekki er vitað hvað veldur en hugsanlega eru það aðeins hraustustu konumar sem geta orðið barnshafandi á þessum aldri. Health, nóvember- desember 1997. Holdafar og heilablæðing Konur sem eru mjög feitar eru í tvöfaldri hættu á að fá heilablæð- ingu, miðað við aðrar konur, samkvæmt niður- stöðum rannsóknar frá Boston. American Health, september 1997. Sóttvarnar- málning Vísindamanni í Texas hefur tekist að framleiða málningu sem sagt er að drepi 99% af sýklum sem komast í snertingu við hana. Áhrifin eiga að vara í fjögur ár. Þessi málning gæti verið hent- ug á sjúkrahúsum, ekki síst inni í loftræstistokk- um. Men's Henlt, apríl 1998. Grænt te er talið hollara en svart. Grænt og gott Stöðugt fjölgar rann- sóknum sem sýna fram á að með því að drekka grænt te sé hægt að draga úr líkum á að fá kraþbamein, hjartasjúk- dóma o. fl. I grænu tei er margfalt meira af andox- unarefnum heldur en í C-vítamíni, sem er talið mjög gott að því leyti. Landslag á fjarlægri stjörnu? Nei, rafeinda- smásjármynd sem sýnir hin mörgu lög manns- húðarinnar. Mynd þessi birtist á forsíðu tíma- ritsins Odyssey, sem lyfjafyrirtækið Glaxo Wellcome gefur út. Vísindamenn leggja áherslu á að slíkur gæða- drykkur bæti ekki upp slæmar neysluvenjur en geti verið hluti af hollu mataræði. Eins og áður hefur komið fram er munurinn á grænu og svörtu tei, sem er algengara á Vesturlöndum, sá að hið fyrrnefnda er ekki eins mikið unnið og meira er í því af náttúrulegum efnum. CNN-Health, september 1997. Gerir lyktin g3gn? Er nóg fyrir þá sem þjást af mígreni að finna lykt af grænum eplum til að einkennin minnki? Já, segja vísindamenn í Chi- cago sem reyndu þetta einfalda ráð á fimmtíu sjúklingum. Prevention, janúar 1998. Kveikt á perunni Áður en ljósaperan var fundin upp svaf fólk að meðaltali í tíu stundir á sólarhring. Nú er svefn- tíminn aðeins sjö stundir - og þykir mörgum of lítið. Health, janúar-febrúar 1998. Alnæmi lætur undan síga í fyrsta sinn síðan al- næmisfaraldurinn hófst fyrir nær tveim áratug- um fækkaði nýjum tilfell- um í Bandaríkjunum milli ára, eða um 6% frá 1995 til 1996. Dauðsföll- um fækkaði enn meira, um 23%. Er það þakkað hinni nýju þríþættu lyfja- meðferð. Pathfinder, september 1997. 6 HEILBRIGÐISMÁL 2/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.