Samtíðin - 01.05.1934, Síða 7

Samtíðin - 01.05.1934, Síða 7
S AMTÍÐIN SÖGNIN UM GflLQRR-LOFT Á síðari árum hefir allmikið verið ritað um þann sérstaka arf, sem íslensk þjóð hafi búið yfir frá öndverðu og varðveist hafi í bókmentum vorum. En þrátt fyrir, hve margt skynsamlegt hef- ir verið um þetta rætt og ritað, þá mun þó enn flestum vera ærið óljóst, í hverju arfurinn er í raun og veru fólginn. Ein ástæðan fyrir því er ef til vill sú, að yfirleitt hefir verið lagt mikið meira kapp á að kynna mönnum þau tímabil í sögu þjóðarinnar, er lífið hefir verið glæsilegast, en hin dapur- legri tímabil. En nú er nokkuð vafamál, hvort það á ekki jafnt við um þjóðir og einstaklinga, að þá komi auðsæjast í ljós yfir hverju þær búi, er verulega er þjappað að þeim. Mikilverðasti mælikvarðinn á menn er sá, með hverj um hætti þeir snúast við örð- ugleikum sínum, ekki síst ef örð- ugleikarnir eru stórhætta eða voði. Það er ekki gagnslaust að lesa sumar ömurlegustu þjóðsögur vor- ar, einmitt með þetta fyrir aug- um. Og er ég nú bið lesendur þessa tímarits að hugleiða með sér söguna um Galdra-Loft, sem sögð er af svo mikilli snild af Skúla prófasti Gíslasyni í þjóð- sögum Jóns Ámasonar, þá vildi ég ráða þeim til þess að renna augunum yfir söguna, þótt ekki EFTIR RfiGNflR E. KVARfiN verði hér varið rúmi til þess iið prenta hana upp. En sennilega eru þjóðsögurnar svo viða, að margir eigi þess kost að lesa þetta þar. Flestir munu verða um það sam- mála, að þetta sé einhver ferleg- asta og voðalegasta saga, sem þeir hafi he.vrt eða lesið. Imyndunarafl- ið er hamslaust og auðsjáanlega sjúkt nokkuð. Það þarf beinlínis stórfelda skáldgáfu og hugmynda- flug til þess að láta sér koma til hugar slíkt guðlast eins og að snúa iðrunarsálmum Davíðs, sem þjóðinni hafa sennilega verið hug- stæðastir af öllum bókum ritning- arinnar, upp á hinn illa anda og óvin mannkynsins og gera játn- ingu fyrir allt, sem maðurinn iiafði gott gjört, á sama hátt eins og menn skriftuðu fyrir syndir sínar. Yfirleitt ber svo að segja hvert atriði sögunnar vott um frá- l^ærlega öi*t ímyndunarafl og hugsanadirfsku. Og hefir þar vissulega orðið mikið úr frekar litlu tilefni, því að Hannes Þor- steinsson landsskjalavörður, hef- ir komist fyrir það, hver þessi Loftur var og hver hin raunveru- lega saga hans var. Það er rétt, að hann var skólapiltur á Iiólum og lauk þar námi og var að því 3

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.