Samtíðin - 01.05.1934, Síða 12
SAMTÍÐIN
virðist skýringin ekki sennileg.
Það er of mikið græskulaust gam-
an í sögunum til þess. Það kennir
blátt áfram engrar tilfinningar
fyrir andlegri hættu í þeim. Fyrir
því er hitt líklegra, að vér höfum
í þessum sögum tjáning þess
strengs í hugarfari þjóðarinnar,
sem léttlyndari var, bjartsýnni og
vonbetri heldur en t. d. kennir í
sögunni um Loft.
En þótt Sæmundur fróði sé
frægastur galdramaður í íslensk-
um sögnum, leikur naumast vafi
á því, að sagan um Loft segi oss
miklu meira um liinar alvarleg-
ustu og mikilsverðustu hugar-
hræringar í sambandi við galdra-
trúna. Og eitt stórfeldasta ein-
kenni sögunnar er, hveniig skilið
er við Loft sjálfan. Sorgarleikur-
inn er leikinn til enda að fullu.
Vér sjáum fyrir oss þennan ein-
mana mann með hjartað þrungið
af öi’væntingu. Hann trúir á guð,
en fær ekki beðist fyrir. Hann
fylgir prestinum, er hann þjónust-
ar dauðvona menn, en allar helg-
ar athafnir eru honum sjálfum
einkisvirði. Hann fær ekki einu
sinni iðrast, og veit hann þó, að
gæti hann iðrast, þá stæði hann
„þegar í forsælu fyrirgefningar-
mnar“, eins og Jóhann lætur hann
segja. Hann getur aðeins eitt gert
— beðið eftir hinum voðalegu
lyktum. Og sagan skilur ekki við
hann, fyr en hin gráa loðna hönd
hefir tekið um skut lífsbáts hans
og fært alt í kaf.
8
Ég hefi haldið því fram, að bak
við söguna af Lofti væri ákveðin
tegund af vanmáttar-tilfinningu.
En þó svo sé, þá er styrkurinn
mikill bak við þessar lyktir sög-
unnar. Samkvæmt lífsskoðun og
viðhorfi þátímans var það hugs-
unarrétt afleiðing af lífi Lofts, að
hann skyldi ienda þar, sem hann
lenti og glatast með öllu. En ekk-
ert hefði verið hægara fyrir al-
þýðu, sem sögunasamdi,enaðfinna
einhvei’ja leið,einhverja björgfyr-
ir hinn ólánssama mann. Hún gat
t. d. látið kraftaverk verða, sem
hrifsaði Loft, iðrandi syndara á
síðustu stundu, úr hinni illu, loðnu
loppu. Og enginn fær lesið söguna
án þess að finna til þess, að þjóð-
ina hefir langað til þess, að ein-
hver slík lausn væri hugsanleg.
Það er göfug samúð í þessari lýs-
ingu á atferli Lofts, eftir að hann
hefir orðið fyrir hinum miklu von_
brig^pm og sér fyrir sín eigin for-
lög: „Loftur stóð stundarkorn
höggdofa í stólnum og lagði höf-
uð í hendur sér, stumraði síðan
hægt ofan og fann félaga sinn;
stundi hann þá við og mælti: Nú
fór ver en skyldi“ o. s. frv. Og
það er vissulega ekki presturinn
einn, sem finnur til, er hann
mælir fyrir múnni sér: „Guð má
vita, hvort þessum manni verður
bjargað, og hvort ekki liggja
kröftugri bænir móti honum en
mínar". En þrátt fyrir alla löng-
un til þess að bjarga Lofti, þá er
fólkið sjálfu sér trútt og rekur