Samtíðin - 01.05.1934, Síða 13

Samtíðin - 01.05.1934, Síða 13
S AMTÍÐIN hugsanir sínar um hann til enda — þess eina enda, sem orðið gat, ef elcki átti að hlaupast á brott frá sinni eigin instu skoðun. Og lífsskoðun þátímans fann ekki rúm í tilverunni fyrir þá misk- unn, sem menn þó þráðu. Höf- undar vorra tíma mundu ekki hafa verið í þessum vanda, sem þátíminn var, því að nú er oss hægara að hugsa oss tilveruna mildari í eðli sínu en þá var unt. En í sögunni um Loft, hefir ís- lensk alþýða horfst í augu við og ekki hvikað undan því, sem í hennar augum var bitur sannleik- urinn, að lífið og tilveran væri hörkuleg og ómildari en jafnvel kvalin mannleg hjörtu. Ég mintist fyr á hinar fomu æfintýrasagnir um Sigurð Fáfnis- bana. Fræðimenn hafa látið í ljós undrun sína yfir því, að þegar minst er þess, að þessar sagnir eru sprotnar upp úr tröllslegum byltingum í Evrópu og ógurlegum átökum milli þjóðflokka, þá skuli einkis vera minst — sérstaklega í hinum íslensku útgáfum þessara sagna — annars en niðurlags og ósigurs söguhetjanna. Miss Phil- potts, kennari við Cambridge-há- skólann á Englandi — sem nú er látin fyrir skömmu, en sæti átti meðal ágætustu enskra fræðara um fomnorræn efni — telur þetta enga tilviljun. Hún bendir á, að svo að segja allar fslendingasög- umar séu einnig með þessu marki brendar. Allar hinar meiri háttar sögur eru sorgarleikir. Þetta staf- ar af því, segir Miss Philpotts, að þetta fólk vissi, að ekkert verulegt yrði um mennina vitað, fyr en hægt var að horfa á þá standa andspænis hruni sinnar eigin ytri lífsgæfu. Þá fyrst — er maðurinn hafði ekkert ytra við að styðjast — mátti greina hvers- konar efniviður var í lund hans. Þessi athugasemd hinnar nafn- kendu fræðikonu er vissulega ágæt og sönn. Og það er þessi staðreynd, sem spennir yfir hið mikla haf frá hinni göfugu, stó- isku ró fornsagnanna og alt til ömurleika sagnarinnar um Galdra- Loft. Enn er það sorgarleikur lífsins, sem hugina heillar. Og þrátt fyrir allan ytri mismun, þrátt fyrir hið bogna bak átjándu aldarinnar, þrátt fyrir seigdrep- andi áþján, andlega og líkamlega, þrátt fyrir íglu bölsins, sem sog- ið hafði merg viljans og mann- dóm'sins um aldir, þá er þó enn þetta sama hugarfar eftir á ömur. legasta tímabili þjóðarinnar, að í þjóðsögum sínum horfist hún í augu við sína eigin lífsskoðun og hvikar ekki undan. Völuspá sá mennina farast svo í RagnarrÖk- um, að þeirra var framar að engu getið, í sögunni um Galda-Loft er horft með samúð, en óhikað á hið gáfaða ungmenni, sem hjátrú tím- ans hlaut að skila á vald hinni gráu, loðnu hönd. Þegar þjóðin var veikust, var hún þó sterk. Ragnar E. Kvaran. 9

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.