Samtíðin - 01.05.1934, Page 16

Samtíðin - 01.05.1934, Page 16
S AMTÍÐIN voru víða svo mjó, að þar hvíldi altaí' skuggi, nema um hádaginn. Nýi tíminn dýrkar sólina. En hann dýrkar hana ekki á yfirnátt- úrlegan hátt. Hann veit, að í geislum hennar er kraftur til að lækna og styrkja, og hann vill verða þess aðnjótandi. Þessvegna eru hús nýja tímans björt. Þau hafa breiða glugga með stórum rúðum. Þau standa svo gisið, að rúm er fyrir garða og grasfleti og við götur, sem eru breiðar og beinar. Þar á ljósið og loftið greiðan aðgang og skuggunum fækkar. Ríkjandi byggingarstíll hvers tíma hefir aðallega birst í stór- hýsum. Smáhúsin, íbúðir fjöldans voru látin sitja á hakanum; þau voru bygð meira og minna af handahófi. Þar fékk hver að byggja, eins og hann vildi, af efna legri og andlegri getu, lítilli eða mikilli eftir atvikum. Nýi tím- inn hefir víðari sjónhring. Hann veit, að ef kynslóðin á að vera hraust, verður hún að búa í góð- um og heilnæmum húsum. Funkis- stefnan hefir alist upp með þess- um hugsunarhætti, og því nær hún engu síður til smáhúsanna en stórra verksmiðja og hárra kaup- sýsluhalla. Og hún á víðar rætur. Hún birtist í alskonar skrautlist nýja tímans, í meðferð lita, línum og dráttum. Hún birtist í húsgögn- um og fatnaði. Hún birtist í flug- vélum og eimvögnum, hafskipum 12 og bifreiðum og yfirleitt í öllu sem nöfnum má nefna. Funkisstíllinn er í eðli sínu ó- bundnari og óháðari en allir fyr- irrennarar iians. Þannig er æsk- an, og Funkisstíllinn er ennþá ungur. Vafalaust á hann eftir að taka mörgum og miklum breyt- ingum, eftir því sem ný viðfangs- efni koma fram, og eins má bú- ast við að hann með tímanum verði sniðinn töluvert eftir hátt- um hvers lands. En hver myndi þá verða framtíð hans hér á Is- landi ? Því er náttúrlega ekki auðsvarað fremur en mörgu öðru, sem framtíðin ber í skauti sér. Ef Islendingar eiga nokkum stíl í byggingarlist, er hann að finna í gömlu torfbæjunum. Nú eru þeir að hverfa. Þegar torfbæimir voru ekki lengur samræmanlegir kröfum breyttra tíma, hættum við að byggja þá. Ýmsir vildu þó gjarna halda við hinum foma svip eða stíl, þó bygt væri úr öðru efni. Þetta var reynt, en það tókst ekki. Steinhúsin í torfbæja- stíl urðu hálfgerð skrípamynd af hinum fornu byggingum. Efnið var í eðli sínu of fjarskilt. Kaup- staðimir bygðu hús úr stein- steypu í sama sniði og mest tíðk- ast erlendis með timbur- og múr- steinshús. Þetta getur gengið, en er þó að ýmsu leyti ábótavant. Timbrið og múrsteinninn hafa á sér vissan hlýindablæ, sem stein- steypuna skortir. Steinsteypuhús- in urðu því kaldlegri og þung-

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.