Samtíðin - 01.05.1934, Síða 20
S AMTÍÐIN
til vill of hátíðlegar fyrir marga
lesendur mína, svo að þá langar
ekki í meira, og- þá held ég, að
best sé að nema hér staðar.
Eða þá fuglarnir — hver ætli
geti orðið þreyttur á þeim? —
Stundum saman get ég setið á
mosavöxnum steini og hlustað á,
hvað þessir yndislegu, litlu fugl-
ar eru að segja — jafnvel ég,
sem aldrei get dvalið við hugsanir
mínar, þegar einhver er að tala
við mig.
llefurðu tekið eftir því, hvem-
ig ástfanginn, lítill fugl er á svip-
inn, þegar hann syngur vísuna
sína?
öðruhvoru drýpur hann yndis-
lega höfðinu sínu, eins og hann
væri að hlusta og bíða svars utan
úr skóginum.
Á síðsumardögum verður fugla-
mamma að kenna ungunum sín-
um að tala — því ekki skaltu
halda, að hér sé bara um eðlis-
hvöt að ræða, jafnvel þeir verða
að læra lexíur til þess að kunna
söngvamálið, svo að gagni komi.
Hefurðu fylgst með þessum
kenslustundum, þegar móðirin
kennir eitt eða annað úr létta
hásætinu sínu, og ungarnir reyna
að endurtaka vísumar hennar
með barnsröddunum sínum.
Ef fuglarnir þegja, þá þarf ég
einungis að líta niður í grösin og
mosann til þess að finna aðra
kunningja, sem geta orðið mér
til skemtunar.
Gullsmiðurinn suðar yfir blakt-
16
andi graslendi á léttum, gyltum
vængjum, og langt niður á stígn-
um, sem liðast milli gildra gras-
stráa, beyfar litli maurinn af
stað með furunál á bakinu. Veg-
urinn er ósléttur og erfiður, ým-
ist upp eða niður, ýmist ýtir
hann þungu byrðinni á undan sér
eins og sleða eða þá hann ber
allan þungann á bakinu.
Hann togar svo fast í upp
brekkuna, að litlu fætumir hans
bogna af áreynslu. Hann veltur
riiður brattar brekkur með byrð-
ina í fanginu, en hann sleppir
lienni aldrei og berst stöðugt
með elju áfram, því að honum
liggur á að komast heim. Dögg-
fallið nálgast óðum, og þá er
hættulegt að vera úti í veglaus-
um fenjaskóginum, en gott að
vera í friði heima hjá sér eftir
vel unnið dagsverk.
Nú verður gatan grýtt og brátt
lýkur henni við stórt fjall — auð-
vitað veit maurinn, hvað fjallið
heitir, og þekkir það alt of vel.
Ég veit ekki neitt. í mínum aug-
um er það steinn að hnefastærð.
Maui-inn nemur staðar og hugs-
ar sig dálítið um, svo gefur hann
merki með fálmurunum. Ég er
ekki nógu greindur til að skilja
það, en aðrir skilja það strax,
því ég sé tvo maura koma í ljós
undan visnuðu laufblaði og hlaupa
til hjálpar. Ég verð vottur að
stuttri ráðstefnu. Að henni lok-
inni fara nýkomnu mauramir að
toga í bjálkann til þess að gera