Samtíðin - 01.05.1934, Side 23

Samtíðin - 01.05.1934, Side 23
SAMTÍÐIN ár. Wells svarar því, í fám orð- um sagt, að „réttritun“ Kínverja leggi slíkan helfjötur á sál þjóð- arinnar, að öll frjálsborin hugsun í öllum efnum dvíni og deyi. Þegar maður hefir varið æsku sinni og æfi sinni til þess að læra á fingrum sér einhverja stein- dauða bókstafsvisku, hversu fá- nýt og fráleit sem hún er, þá fer svo á endanum samt, að hann fer að elska þessa morknu visku, sem hann keypti svo dýru verði. Og bókormarnir, sem eru næmir á dauð tákn og alt það, sem er löngu líflaust og ófrjótt, þeir komast til mannvirðinga og valda í því landi, þar sem hin æðsta speki snýst um stafkrókana. Þar ráða hinir „skriftlærðu". Hinir, sem bera óróann og frjósemina í sál sinni, þeir lenda í hópi auðnu- leysingjanna. Þeir falla við próf- in. Þeir „komast ekki áfram í heiminum“, sem ekki þekkja lög- mál stafkrókanna. Wells segir, að fjöldi Kínverja þekki ógrynni af rittáknum og stafkrókum, flokka þeirra, roms- ur og sérkenni, en komist þó ekki fram úr algengri blaðagrein, skynji enn síður hið minsta af blæbrigðum hugsunarinnar í prentuðu máli. Þjóðin stynur dauðaþjökuð undir hinu drepandi oki stafsetningarinnar. En engum endist æfin til að læra hana. Þjóð- in er ólæs og óskrifandi, vegna þess, hve stafsetningin er „lærð“. Þeir, sem lesa og skrifa, eru svo rígbundnir, svo helteknir af hinni dauðu hlið tungunnar, að líf henn- ar og meining snertir ekki sál þeirra. „Mandarínarnir” einir eru ment. aðir. En þeir eru alla æfi að læra að stafa, að læra að greina st frá /.t. fíinar lifandi stafsetningar- múmíur sitja yfir velferð þjóðar- innai', kýta sál hennar og drepa niður vöxt hennar. Undarlegan og kvíðvænlegan liroll setti að mér við að lesa orð H. G. Wells um þetta mál, og hin- ar djúpsæju ályktanir hans. Mér var sem ég sæi í nýju ljósi. kínversku stafsetninguna., sem hér hefir verið valdboðin fyrir skömmu, valdboðin til þess að gera til geðs nokkrum stafsetningar- mandarínum í þessu landi, til þess að snúa höfðinu á litlum börnum aftur á bak í hálsliðunum, til þess að gera einskisverð, löngu dauð stafkrókalögmál að lærdómi hinnar gróandi framtíðar, til þess að leiða að gamni sínu yfir sak- laus börn og saklausa alþýðu meiri þraut og bölvun, en fyrir verði séð, í námi til daglegra þarfa. Þeir fáu menn, sem standa að kínversku stafsetningunni hér á landi, hafa aðeins eina afsökun, sem sé þá, að stafsetning er all- erfitt mál viðureignar, hvernig sem á því er tekið. En þessi af- sökun hrekkur skamt, þegar um það er að ræða, sem ekki g-engur 19

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.