Samtíðin - 01.05.1934, Page 25

Samtíðin - 01.05.1934, Page 25
S AMTÍÐIN stafsetningu, var „Vaka“, eitt hið ágætasta rit í sjálfu sér. En „Vaka“ sofnaði og dó. Vita menn af hverju „Vaka“ dó? Hún dó af kínversku stafsetningunni. Ilún dró einhvern dám af henni, og hún dó. Og hún var að þessu leyti dauðaverð. Aldrei hefir slíkur hrærigraut- ur sést eða þekst í stafsetningu hér á landi eins og þessi ár, síð- an kínverska stafsetningin var valdboðin. Hún hefir gert alt vit- laust, ruglað alla, nema þá örfáu, sem kunnu hana, og svo hina, sem fyrirlitu hana frá upphafi. En þeir eru margir, sem betur fer. Forvígismenn kínversku staf- setningarinnar munu nú hafa lit- ið jrfir alt, sem þeir hafa gert, og þegar séð, að það er ekki harla gott. Það liggur nú þegar við borð að veita einhverja „undan- þágu“ um z-una, og það er nú viðurkent, að lögmál „tvöföldu samhljóðanna“ séu svo þung, að ekki sé hægt að kenna þau að fullu gagni í sjálfum háskólanum. Kínverska stafsetningin er þegar dauðadæmd og að dauða komin. Það er þarflegt, að gera sér þetta ljóst nú þegar. Blöðin liundsa hana, rithöfundarnir fyr- irlíta hana, kennaramir hata hana, 5—6 menn í landinu kunna hana, bömin geta ekki lært hana, háskólastúdentar geta ekki lært liana, og hinum fáu forvígis- mönnum hennar er fallinn allur ketill í eld. (Meira). Undir þessari fyrirsögn mun Samtíðin flytja greinar, ýmsar bendingar og leiðbeiningar um heimilið. Einnig mun hún gefa lesendum sínum kost á að ræða eða spyrja um ýms atriði, er snerta heimilið. „Já, heima vil ég vera, því heima er allra best“, segir skáldið og margir með því. Ýmsum er þó annan veg farið. Nú á tímum er mikið kvartað um að fólk uni sér ekki heima, sér- staklega í borgunum. í stað þess að vistast heima eins og áður var, er fólk nú gjarna í frístundum sínum á opinberum veitingastöð- um eða á götum úti. Hvað veldur þessu? Er það tíðarandinn? Er hornsteinn þjóð- félagsins, þessi elsta og frum- stæðasta samtakaheild, heimilið, að sundrast? Þessum spuraingum skal ekki svarað hér að sinni. Eigi heimilisfólkið að finna hvíld, ró og ánægju á heimilinu, verður vitanlega að leggja mikla alúð við það, svo heimilið verði vistlegt og þægilegt. Margir líta svo á, að aðalatriðið til þess að gera heimili aðlaðandi 21

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.