Samtíðin - 01.05.1934, Síða 28

Samtíðin - 01.05.1934, Síða 28
S AMTÍÐIN hrökkva til fyrir öllum nauðsynj- um þess, enda kann konan að berja sér og talar óspart um hve erfitt sé að lifa á þessum krepputímum. Börnin eru flest um það bil að ljúka skólanámi og eru að basla við að útvega sér atvinnu. Það gengur stirt. Ein systranna fær lágt launaða stöðu, sem vélritunarstúlka. Launin hrökkva rétt til vasapeninga og til þess að lána bræðrum hennar ,,fimmkall“ öðruhvoru, þegar þá langar til þess að bjóða vinkonum sínum í bíó eða á kaffihús. Inn í söguna er, eins og í flestar sögur, fléttað ástaræfintýri. Frásögnin er létt og lipur og öðruhvoru krydduð Oslo-fyndni, sem gerir söguna verulega skemtilega og sanna. Höfundurinn er alla sög- una út í ágætu skapi, og hlýtur að koma lesandanum í gott skap líka. Gl. R. Nordens minsfa kungarike. Eftir Nanna Lundh-Eriksson og Ejnar Fors Bergström. — Stock- holm 1933. Okkur íslendingum þykir altaf gaman að heyra hvað aðrar þjóð- ir segja um okkur, sérstaklega ef það er eitthvert hól. Aðfinslum erum við ekki jafn ánægðir yfir, þótt þær væru kanske stundum engu síður gagnlegar. „Minsta konungsríkið á Norð- urlöndum“, heitir dálítil bók um 24 ísland, sem kom út um jólin í Stokkhólmi. Höfundar bókarinn- ar eru tveir: Nanna Lund-Eriks- son kenslukona og Ejnar Fors Bergström ritstjóri, bæði í Stokkhólmi. Bókin er að mestu leyti ferðasaga, en inn í hana er fléttað sögulegum fróðleik og lýsing á atvinnu- og þjóðlífi. Frásögnin er fjörug og lifandi, og hrífur lesandann með sér. Öðruhvoru bregður fyrir æfin- týrablæ, eins og þegar landsýn- inni er lýst og skallinn á Vatna- jökli gægist yfir sjóndeildarhring- inn. Höfundamir dást að fegurð landsins og hinni hrikalegu nátt- úru. Fólkið lýst þeim vel á. Sér- staklega hafa konumar vakið eftirtekt þeirra. „Konurnar, sér- staklega þær miðaldra, og einnig sumar yngri, líkjast drotningum komnum beint úr æfintýraheim- um“, segir á einum stað. Mikið er gert af því hve fólkið sé vel klætt á götunum, og enginn sjá- ist illa til fara. Bílstjóramir fá þar og sinn góða vitnisburð. Villur, sem annars morar venjulega af í bókum um ísland, eru sárfáar og meinlausar, eins og t. d. um hundana, að þeir séu ekki teknir með í göngur, þegar langt sé fanð, vegna þess að þeir hafi ekki þol til að ganga langar leiðir! Bókin er aðallega ætluð sem lesbók fyrir unglinga. Efalaust verður hún vinsæl fyrir sína

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.