Samtíðin - 01.05.1934, Qupperneq 29
S AMTÍÐIN
fjörugu frásögn og æfintýrablæ á
köflum, og gefur gott yfirlit yfir
sögu vora og nútíðarmenningu.
GIR.
Ný bók um Tegnép
Flestir kannast hér við Tegnér,
fyrst og fremst af Friðþjófssögu,
sem Matthías þýddi, og var um
eitt skeið mjög vinsæl, þó að nú
muni hún vera lítið lesin. Tegnér
er einn af öndvegishöfundum
norrænna bókmenta og sífelt er
allmikið um hann skrifað. Ein-
hver nýjasta bókin er eftir Jör-
gen Bukdahl og heitir „Det eu-
ropæiske menneske. Tegnér og
nutiden“. Hann álítur að Tegnér
liafi fyrst og fremst verið sér-
kennilegur Evrópumaður, meiri og
betri fulltrúi víðsýnnar og heil-
brigðrar Evrópumenningar, en
flestir eða allir aðrir í norrænum
bókmentum. Tegnér, Grundtvig
og Wergeland eru að hans áliti
forustumennii’nir og sérkennileg-
ustu mennirnir í menningu síð-
ustu mannsaldranna á Norður-
löndurn. Bókin er frernur menn-
ingarsöguleg, eða menningarsál-
fræðileg tilraun, en verk um
Tegnér sjálfan. — Höfundurinn
kemur víða við, segir ýmislegt
skemtilega og skarplega, eins og
í fyrri bókum sínum, þó að sumt
af því verði nokkuð laust í reip-
unum.
V. Þ. G.
Æska i Þýskalandi.
Ernst Toller, hinn alkunni leik-
ritahöfundur, hefir skrifað bók,
sem heitir Æska í Þýskalandi.
(Ein Jugend ir. Deutschland) og
er það einskonar æfisaga sjálfs
hans, en hann er nú landflótta,
eins og fleiri þýskir höfundar. í
bókinni rekur Toller ýmsar æsku-
minningar sínai’, lýsir uppvexti
sínum og þeirn áhrifum, sem
hann vai’ð fyrir í foreldrahúsum
— foreldrar hans voru Gyðingar.
— Síðan lýsir hann stúdentsái’um
sínum, þátttöku sinni í stríðinu
og í byltingartilraununum á eftir,
en hann var aðalmaðurinn í
liinni mishepnuðu tilraun til þess
að koma á ráðstjórnarríki í Bay-
ern. Svo lýsir liann afstöðu sinni
til Gyðingarnálanna, sem orðið
hefir til þess, að hann er nú út-
lægur úr Þýskalandi. IJann segir
hispux’slaust og vel frá og fróð-
lega fyrir þá, sem forvitni er á
því að kynnast slíkum málum
frá þeiri’a sjónarmiði, sem nú
hafa oi’ðið undir í streitunni í
þýsku þjóðlífi.
Síðasta bók Johans Bojer heitir
Huset og lxavet. Þar er lýst upp-
gangs- og braskárunum í Noregi
meðan heimsstyrjöldin stóð, lífi
og látum hinna nýríku, og sagt
vel og fjöi’lega frá og ber mai'gt
á góma, svo að bókin vei'ður læsi-
leg, án þess að vera sérlega
mikið listaverk. V. Þ. G.
25