Samtíðin - 01.05.1934, Síða 30
Galdna-Leífi.
Þorleifur hét maður vestfirskur.
Hann var sérkennilegur mjög og
hafði orð á sér fyrir að vera
ákvæðaskáld og galdramaður,
enda var hann kallaður Galdra-
Leifi. liann var uppi á 17. öld.
Lengi framan af æfinni átti
Galdra-Leifi ekkert stöðugt heim-
ili, en fór á milli vina og kunn-
ingja og var hvarvetna tekið sem
höfðingja. Var hann hinn mesti
bjargvættur manna í því að
kveða niður drauga og sigrast á
ýmsumi óvættum, er veittu mönn-
um búsifjar. Síðar kvongaðist þó
Galdra-Leifi og bjó á Garðsstöð-
um við fsafjarðardjúp. — Kunn-
ingsskap átti Galdra-Leifi mikinn
vdð huldufólk.
í kvæði einu, sem til er eftir
Galdra-Leifa og „Skriptanninn-
ing“ heitir, talar hann mjög
kunnuglega um huldufólk. Kvæði
þetta er um uppruna mannkyns-
ins og huldufólksins, og um eðli
þess og lifnaðarháttu, um lögniál
Mósesar, burtförina úr Egyfta-
landi, um Krist, pínu hans og
dauða o. fl. í kvæði þessu segir
Þorleifur, að Adam og Eva hafi
verið svo fullkomin að öllum
mannkostum, fegurð og allri at-
26
gjörvi, að aldrei hafi nokkur dauð-
legur maður komist til jafns við
]>au. Af því að allir erfa hæfileg-
leika sína frá Adam og Evu, þá
áttu sér stað hjá þeim allir mann-
legir hæfilegleikar, og öll mann-
leg atgjörvi í fyllingu sinni; en
svo sem menn stöðugt fjarlægj-
ast Adam og Evu að skyldleika,
svo veitir og hæíileikunum einatt
tregara og tregara að ganga í
erfðir, og fyrir því er mannkyn-
inu stöðugt að fara aftur.
Galdra-Leifi segir, að menn hafi
fundið leiði Adams, og eftir lengd
þess að dæma hafi Adam verið 60
álna hár, en vöxtur mannanna
hafi altaf farið minkandi, og
haldi áfram að minka, sem aðrir
hæfileikar og atgjörfi manna.
Frá upphafi huldufólksins segir
Galdra-Leifi svo: að þau Adam og
Eva hafi tekið mjög niikla iðrun
fyidr óhlýðni sína við guð, og hafi
þau þá lagt á sig ýmiskonar mein_
læti til þess að bæta fyrir brot
sitt. Til þess að geta lifað því
strangara meinlætalifnaði, skildu
þau að samvistum um 100 ára
skeið og lifðu í einveru. Meðan
Adam lifði þessu einsetumanns-
lífi, gat hann huldufólkið við
blómunum.