Samtíðin - 01.05.1934, Síða 31
S AMTÍÐIN
ÞRÁTT FYRIR KREPPUNA
EFTIR SIGRID BOO
AXEL 0UÐMUNDSSON ÍSLENSKAÐI
I.
Foreldrar mínir hljóta að hafa
verið ákaflega bjartsýn í gamla
daga. Það sést best á því, að
hau hafa sett sjö börn inn í
heiminn, þrátt fyrir það, að faðir
minn hafði, hefir, og mun altaf
hafa skorin og skömtuð laun.
Sjálf eru þau þó ekki sömu
skoðunar. Þau vilja ekki heyra
minst á hugrekki í þessu sam-
bandi. Mamma fyrirbýður okkur
meira að segja að minnast á slíkt.
Einar, sem er elstur og bestur af
okkur, lítur þá viðvörunaraugum
hringinn í kring, til þess að við
skulum ekki svara aftur, en Axel,
sem er nýkominn í læknaskólann
°S gjarna vill tala fagmannlega
um vandamálin, tekur bendingu
sjaldan fyr en í fulla hnefana.
— Vertu róleg, mamma, segir
hann og setur upp kuldalegan
læknissvip. Ég geri ráð fyrir, að
góðærin á þeim tíma hafi átt sinn
þátt í þessu furðulega bjartsýni.
Hugrekki foreldra minna, eink-
um siðferðilegt hugrekki, er ekki
á marga fiska. Þegar þau deila
við okkur krakkana, knýja þau
skoðanir sínar fram með valdi.
Og bjartsýn geta þau því miður
varla talist lengur. Það þarf ekki
annað, en að eitthvert okkar fari
í þunna sokka, til þess að þau
geri sér alskonar grillur. Ég
held það líði varla sá dagur, að
þau hristi ekki höfuðið, og býsn-
ist yfir þessum síðustu og verstu
tímum, sem við lifum á. Mona
vinstúlka mín, sem á þrenna ný-
tísku foreldra, kemst miklu bet-
ur af við þá, en ég við þessa
einu af gamla skólanum.
Það er sjaldan friðsamt á heim-
ili þar sem sjö börn, á mismun-
andi reki, hafa sínar ákveðnu
skoðanir um alt milli himins og
jarðar. Allar pólitískar stefnur
eiga málsvara í fjölskyldunni.
Pabbi hefir jafnan verið vinstri-
maður, en verður meira og meira
hægfara með hverju árinu, sem
líður. Einar er fæddur íhaldsmað-
ur, en Axel er áhangandi ein-
hverrar háskólaklíku, sem leikur
kommúnista, og verður tíðrætt
um hinn beiska raunveruleika
lífsins. Við stúlkurnar skiftum
okkur niður á hina flokkana.
Það er því heldur en ekki róstu-
samt, þegar kosningar standa
fyrir dyrum. Þá gerir mamma
ekki annað en að hlaupa úr einu
herberginu í annað, og minna
á, að fleira fólk búi í húsinu.
Axel hefir yndi af því, að
ganga fram af gamla fólkinu
með ósæmilegu tali. Hann segist
ekkert föðurland eiga, og þar
fram eftir götunum. En ef það
færi á knattspyrnukappleik —
27