Samtíðin - 01.05.1934, Síða 32
S AMTÍÐIN
helst þegar erlend félög keppa við
heimamenn — og sæi hann, þeg-
ar hljómsveitin leikur , ,Ja vi
elsker“, þá mundi því létta fyrir
brjósti. Þá þrífur hann ofan hatt-
inn og stendur eins og merki-
kerti, logandi af metnaðarfullri
föðurlandsást. Og finnist honum
einhver ekki sýna tilhlýðilega
virðingu, er hann ekki seinn á
sér að gefa honum áminningu,
og það ekki alveg bragðlausa. —
„Niður með pottlokið, skíthællinn
þinn, og það í hvelli!“
I seinni tíð hefir ástin borið
stjórnmálin og félagsleg vanda-
mál ofurliði í fjölskyldu okkar.
Einar varð fyrstur til að trúlofa
sig, og svo fór Randi að dæmi
hans. — Á sunnudögum og á
kvöldin er nú svo komið hér í
húsinu, að enginn getur hreyfc
sig á milli herbergja án þess að
berja að dyrum, til þess að pörin
fái ráðrúm til að slíta sig nokk-
urn veginn hvort frá öðru. Og
komi einhver nálægt legubekk eða
hægindastól án þess að gera boð
á undan sér, má hann eiga von
á að heyra svohljóðandi samtal:
— Þykir þér vænt um mig?
— Já, afskaplega.
— Nei, þér þykir ekkert vænt
um mig.
— Jú, víst þykir mér það.
— Nei.
— Jú.
— Hvað þykir þér þá mikið
vænt um mig?
— Hræðilega mikið.
28
— Þykir þér ekki eins vænt
um neinn og mig?
— Nei, engan í veröldinni.
— Hefir þér aldrei þótt eins
vænt um neinn?
— Aldrei.
Og þannig heldur það áfram í
það óendanlega. Ég held, að
þetta samtal sé komið alla leið
frá Adam og Evu. Það er áreið-
anlega óhrekjanleg staðiæynd, að
ástin geri menn blinda. Ég hefi
horft á Einar teygja út hand-
leggina eins og hann lífsins
mögulega gat, til þess að sýna
unnustu sinni, hve umfangsmikil
ást hans væri, og Einar er ann-
ars greindur strákur, næstum því
alt of þurr í daglegri umgengni.
Við Axel fórum í skemtiferð
upp í sveit með „pörunum" héma
um daginn, og það er nokkuð,
sem við gerum ekki aftur, fyr en
þau eru að minsta kosti búin að
vera gift í nokkur ár. Strax og
unnusta Einars gerði sig líklega
til að taka upp vasaldútinn, varð
Einar ekkert nema umhyggjan,
og sagði: „Þú mátt ekki ofreyna
þig, Björg! Ég vil ekki hafa
það. Setstu niður og hvíldu þig“.
Og þegar Randi ætlaði að fara að
hjálpa til að matbúa, grátbað
kærastinn hana, að reyna ekki of
mikið á sig. — „Þú ættir heldur
að hvíla þig, Randi mín!“ Eng-
inn mintist á hvíld við okkur
Axel. Ég veit ekki, hvemig hefði
farið, ef við hefðum ekki haft vit
* fyrir okkur sjálf. Frh.