Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 3

Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 3
SAMTiÐIN 6. hefti 1934 OKTOBER Ó L A T í M I N N Flestir kannast við orðtak Bretanna, að tíminn sé peningar. öllum ætti að vera hugleikið að nota hann vel. Einkum ætti að vera hvöt til þess við meiri hátt- ar opinberar stofnanir, þar sem árangur af starfinu, og kostnað- ur við það er því bundinn, að vel sé með vinnutímann farið. Flokkun. Það eru líklega fáir, sem standa Vesturheimsmönnum á sporði í því að haga vel vinnu- brögðum. Það er því engin furða, þó frá þeiiri kæmi hugmyndin um að flokka böm og unglinga í bekki, til þess að samræma náms- hæfileika þeirra, sem eiga að sitja í sama bekk. Það var hr. Stgr. A r a s o n, sem hér á landi bar fyrstur fram þessa hugmynd. Þessari nýjung var ekki vel tekið af ýmsum, og er það engin furða. Nýjungum er yfir- leitt sjaldan tekið vel. Allar breytingar frá rótgrónum venj- DR. QUNNL. CLAESSEN um kosta nokkra fyrirhöfn, sem mörgum er ekki um. Margir vilja helst hlusta á það sama lon og don. Þessvegna endist söfnuður- inn til að hlusta á sömu endur- tekningarnar í kirkjunum, sunnu- dag eftir sunnudag. Og í stjórn- málafélögunum eru menn hrifnir af að heyra stagast á því sama. Nýjungin um flokkun í bekkjun- um þótti jafnvel ómannúðleg. Þarna var verið að stimpla þá, sem voru slakir námsmenn. Ameríkumenn voru svo hisp- urslausir að „mæla“ námsgáfurn- ar í unglingunum. Þó gáfnaprófin séu kannske eitthvað öfgakend, eru þau vafalaust góð leiðbeining um að hópa saman þá nemendur, sem lík skilyrði hafa til að njóta kenslu í sama bekk. 1 mjög fámennum skólum er erfitt að koma þessu við. En í 1

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.