Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 4

Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 4
stórum skólum ætti það að vera vandalaust. Það getur aldrei ver- ið vel með tímann farið, að tefja fjölda nemenda, vegna þess að fá- einir geta ekki fylgst með. Stuttar kenslustundir. Þá er ekki lítils um vert að hafa kenslu- stundirnar hæfilega iangar, til þess að nemendurnir hafi þeirra sem best not. í háskólum er alvanalegt, að kenslustundin standi í 45 mín. Ég fæ ekki betur séð, en að það sé fullkomlega nægur tími, bæði fyrir kennara og stúd- enta. Og eftir mínu viti er það of langt fyrir börn. Kenslustundin ætti að miðast við, að kennaran- um sé tx-eystandi til þess að kenna með krafti, og nemendun- um til þess að nema og vinna, án þess að þreytast verulega. Þrjú kortér eru langur tími. Þeir eru teljandi kennararnir, sem kenna með fjöri þann tíma, frá morgni og fram á miðjan dag. Það kann að vera, að sumir kennarar bindi sig ekki uml of við fastar skorð- ur, og hafi tilbreytilegt námsefni í kenslustundinni. En alvanalegt mun vera, að nemendum sé sett fyrir ákveðin lexía. Þegar lokið er að hlýða yfir og útskýra það tiltekna efni, er oft eftir nokkuð af tímanum, sem ekki notast til neins. Stundin ætti þá að vera úti. TJngt fólk þarf að hafa hreyf- ing og vera undir beru lofti, í stað þess að híma inni. Það er einkennilegt sleifarlag að hafa lengri kenslustundir 2 handa börnum1 en fullorðnum. Stúdentum er ekki ætlaður lengn tími en 45 mín. En í barnaskóí- unum eru kenslustundir hafðar 50 min. 1 þessu er ekki hægt að finna neina skynsemi; því vitan- lega þreytast börn fyr en stúd- entar. Að vísu geta kennaramir bætt nokkuð úr, með því að lofa börnunum að hreyfa sig eitt,- hvað, eða syngja söng o. þvíuml., um miðja stundina. En það er ekki nóg. Kenslustund barnanna á að vera styttri en þeirra, sem fullorðnir eru, og e. t. v. líka mislangar eftir þvi, hvert náms- efnið er. I stórum skólabáknum er slík tilbreytni líklega erfið, en auðveld í smærri skólum. Það mun vex*a alvanalegt, a. m. k. í kaupstöðum, að ætla fjórar kenslustundir handa eldri börn- um frá kl. 8 árdegis og til há- degis. Mér er nær að halda að kenslustundirnar gætu eins verið fimm á þessum sama tíma, mleð minni þreytu fyrir böx*n og kenn- ai*a, og tilbreytilegra námsefni. Svefntími. Það getur varla leikið vafi á, að mai’gt íslenskt skólafólk fær of lítinn svefn um skólatímann, og liggja til þess inargar ástæður. íslendingar eru yfirleitt agalítið fólk, og fá ung- lingar á mörgum heimilum nokk- uð að x*áða því sjálf, hvenær þau fara í háttinn. Það þarf ekki ann- að en að athuga fólksstrauminn á götunum seint á kvöldin, til þess að sannfærast um, hve mörg

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.