Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 10
SAMTÍÐIN maður og umbótamaður, fullur af eldleg'um áhuga. Félagsskapur- inn er lífið og sálin í öllum fram- förum hér. Og Doddi er lífið og sálin í félagsskapnum. Síðan um aldamót hefir naumast verið stofn. að svo félag hér í bænum, að Doddi væri ekki einn af stofn- endunum, — ef félaginu var ætl- að að skifta sér af almennings- málum, — og hann mun eiga sæti í stjórn þeirra flestra. Meira að segja hafa konurnar oftast nær notið ráða og aðstoðar Dodda við stofnun sinna sérfélaga. Áhrif Dodda á félagslífið hér hafa verið svo mikil, að séreinkenni hess eru einmitt hin sömu og séreinkenni Dodda. Á samkomum og mannfundum ber jafnan mest á Dodda. Hann er sítalandi, altaf að „gefa skýr- ingu“, altaf að „leiðrétta mis- skilning“. Og ég spyr: Hvaða hlutverk er göfugra og gagnlegra í samlífi manna en einmitt þetta? Líf og fjör er altaf í för með Dodda. Varla er svo alvarlegt mál til umræðu, að Doddi geti ekki sundrað drunganum, og jafnvel fengið menn til að brosa. Hann er allra manna vinsælastur, sem stafar af því, að hann hefir sér- stakt lag á því að styggja engan mann. Þetta má ekki skilja svo, að Doddi sé altaf á sama máli og sá sem síðast talar. Hann á það til, að geta brugðið út af þeirri reglu og verið á gagnstæðri skoð- un. En þá er það segin saga, að 8 Doddi sigrar í þeirri viðureign. Andstæðingurinn gefst upp og brosir, — til þess að láta sem minst bera á ósigri sínum. Doddi nýtur svo mikils trausts, að varla er kosin svo nefnd á fundi þar sem hann er viðstadd- ur, að hann sé ekki kosinn í nefndina. Hann veit deili á hverju máli, og hefir ráð undir hverju rifi. Það er að sumu leyti ógæfa mikilla hæfileikamanna, að vera bornir í heiminn í þessu litla þjóðfélagi, þar sem tækifærin til þess að beita kröftunum eru svo fá. Þessi staðreynd gat ekki dul- ist manni eins og Dodda. Og það var þess vegna, að hann afréð hér á árunum að fara til Ame- ríku. Hann vissi vel hvers þjóð- félagið hlaut að missa við það. En hann mat þarfir heimsmenn- ingarinnar meira en þarfir smá- þjóðar, — eins og stórhuga og víðsýnum manni sómir. Þegar hann steig á land í Ameríku var hans fyrsta verk að skifta um nafn. — og sýndi með því á fagran og ótvíræðan hátt íslendingseðli sitt. Hann hét áð- ur blátt áfram Þórður Guð- mundsson. Þessu óboðlega og kollhúfulega nafni breytti hann nú í Th. Sæland. Gamla nafn- styttingin, Doddi, hefir þó altaf loðað við hann, sem gælunafn vina og aðdáenda. Og það er alveg víst, að Doddi

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.