Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 20
S AMTÍÐIN rrieir en tveggja alda og á jafn margvísleg upptök og Laxdæla, feli í sér tæran sagnfræðilegan sannleik. Þó eru stærstu viðburð- ir sögunnar vafalaust sagnfræði- lega sannir: landnám Unnar, veldi Ólafs pá, fóstbræðralag Bolla og Kj artans, víg beggja og ástir Guðrúnar og Kjartans. En vafalaust hefir rás viðburðanna allmikið á annan veg en sagan hermir. Þó má það aldrei gleymast, hegar um sögurnar er rætt, að það er dularfull furða, hvað hug- ur þjóðarinnar á þjóðveldistíman- um hefir verið gleyminn á mynd- ir af mönnum og viðburðum. Hér skal um það aðeins nefnt eitt dæmi: Hvar sem Snorra goða er getið, svipar af honum á sama veg. Hvar eigum við heillegri mannlýsingu í einni sögu en af honum er í Eyrbyggju, Njálu og Laxdælu öllum? Og þó er hver sú saga með glöggum höfundarein- kennum. Að einhverju leyti er þetta fyrir rittengsl, en það get- ur ekki verið nema að nokkru leyti. Þjóðin átti af Snorra mynd, sem geymdist um aldir í margra manna hug, kynslóð frá kynslóð í smásögum og frásögnum um stóra viðburði. Einhver bezta smásagan er í 62. kafla Laxdælu: Snorri hefir lagt öll ráð á um víg Þorgils Ilöllusonar: „Þessi tíðindi kómu til búðar Snorra goða, að Þorgils Hölluson var veg- inn. Snorri segir: ,Eigi mun þér 18 skilizk hafa, Þorgils Hölluson mun vegit hafa'. Maðurinn segir: ,Enda fauk höfuðit af bolnum'. ,Þá má vera að satt sé‘, sagði Snorri“. Það myndasafn, sem varðveitt er í sögunum er ekki sagnfræði nema í ófullkomnum brotum. En það er efni í sagnfræði, skemti- legt en varasamt í meðförum. En í rhannfræði er það brunnur ómetanlegrar auðlegðar. Þegar þeir, er sögurnar rituðu, eru komn- ir á bak við okkur um sjö aldir, þurfum við ekki fyrst að spyrja að því, hvort þeir eru að segja í'rá mönnum, sem standa i ljósi 10. eða 11. aldar, eða um þá leik- ur fyrst og fremst birta 13. ald- arinnar. Við höfum hvort sem er myndir af fornum mönnum í ljósi fornrar tíðar. Ekkert getur frem- ur en þessar fomu myndir í birtu fornrar tíðar gefið okkur skilning á, hvað er upprunalegt og eilíft við manninn og hvað eru klæði hans, sniðin eftir tísku hverrar aldar. Þetta vei'ður okkur íslendingum enn mikilvægara, af því að skyldleikinn við þessa menn fyrir 7 eða 9 öldum er svo auðfundinn, að við þurfum engan um að spyrja, að við erum af sama bergi brotnir. Oftast getur lesandinn fundið hv:ern mann í sögunum endurborinn í sveitinni sinni eða bænum sínum, og þeg- ar það er haft í huga, verður öll sagan auðskilin, og af sögunum má skilja samtíðarmennina betur en

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.