Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 6

Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 6
að heyrnardaufir neiriendur séu hannig í skólastofuna settir, að þeir heyri vel til kennarans; og' eins hitt, að þeir fái í tæka tíð gleraugu, sem þess þurfa. Það yrði of langt mál að fara nánara út í heilsufar skólanem- enda. En óverjandi verður það að teljast nú á dögum, að skólar sjái ekki nemendum fyrir ókeypis eða ódýrri tannlæknishjálp, þar sem þess er kostur. Heilsa kennaranna. 1 ræðu og riti um heilsufar í skólum er einkennilega lítið minst á heilsu- far kennara. En vitanlega ættu skólarnir ekki að láta sér síður ant um heilbrigði þeirra en nem- endanna. Svo er líka annað, sem stendur í sambandi við heilsufar- ið, og það er aldurinn. Hér á landi eru ekki nein ákvæði um aldursmörk opinberra starfs- manna, nema hæstaréttardómara. Kennarar landsins eru illa laun- aðir, eins og flestir opinberir starfsmenn landsins, og eftir- launin forsmán. Kennarastéttin ætti að gera þá kröfu, að kenn- arar við alla skóla fari frá hálf- sjötugir, með óskertum launum. Laun flestra kennara eru svo lág, að þau gera lítið meir en að hrökkva til fyrir einhleypa menn. Það er því sanngjarnt, að aldr- aðir menn fái að halda fullum launum, þegar þeir fara frá, fyr- ir aldurs sakir. En þetta er ekki eingöngu sanngimiskrafa gagn- vart kennurunum. Því það er 4 mikill ávinningur fyrir skólana, að gamlir og slitnir kennarar geti vikið frá, og yngri kenslukraft- ar fái notið sín. Hópskoðun skólafólks. Menn verða að gera sér ljóst, að þótt skólaskoðun sú, sem nú tíðkast, sé að mörgu leyti gagnleg, er fjarri því að gert sé það sem hægt er, til þess að hafa uppi á sjúkdómum nemenda. í Háskól- anum, mentaskólum, gagnfræða- skólum, kvennaskólum og öðrum mentastofnunum fyrir fullorðið fólk, er nemendafjöldinn ekki meiri en það, að vel mætti kom- ast yfir á stuttum tíma að gera nákvæma hlustun á nemendun- um, og röntgenskoðun í tilbót, þar sem þess er kostur. Byrjandi lungnaberkla má stundum finna með i'öntgenskoð- un, þótt ekki komi það fram við hlustun. Eina mótbáran gegn svo nákvæmri brjóstskoðun, er kostn- aðarhlið málsins. En með svo nákvæmri athugun mætti oft finna sjúkdóm í skólafólki, sem nemendur vita ekki af, eða segja ekki til um. Horfur fyrir sjúkl- ingana mundu batna. Og ekki nóg með það. Með því að hafa uppi á smitandi sjúkling í heima- vistarskóla, má bjarga skóla- systkinum hans frá sýkingu. — Kenslumálastjómin ætti að vinna að því að koma á nákvæmri skoð- un á nemendum og kennurum í byrjun skólaársins, einkum við heimavistarskólana.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.