Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 22
S AMTÍÐIN HEIMILISPRÝÐI Það hefir einkennilega lítið ver. ið rætt og ritað um heimilið, aö minsta kosti um það, er fegrun þess viðkemur. Áhuginn fyrir því virðist vera lítill. En það er langt frá því að þarflaust sé um það að hugsa eða að ræða, því mjög er víða ábótavant, á því sviði. Það mun flestum ljóst, að heim- ilið hefir meiri áhrif á einstak- linginn en skólar eða aðrar menningarstofnanir geta haft. Það er eðlilegt. Á heimilinu verða börnin fyrir fyrstu utanaðkom- andi áhrifunum. Það er heimilið, sem fyrst rnótar barnið, og fyrstu áhrifin móta mest og verða var- anlegust. Það er því mikils virði að heimilið sé gott og áhrif þess góð og sterk. Áhrifin frá æsku- heimilinu eru venjulega svo var- anleg að þau sjást að öllum jafn- aði á framkomu manna alla tíð. Það er því ekki lítils um vert að vanda til heimilisins. Hvað er það, sem gerir heimili gott ? Það er fögur framkoma og íallegt heimili. Ilvað er það þá, sem gerir heimili fallegt og vistlegt? Það er birta og ylur, fallegir litir, línur og umfram alt samræmi og góð umgengni. Það sem mest ber á í heimilinu eru húsgögnin og þessvegna er mikils um vert að þau séu snot- ur, vel fyrir komið og falli vel við lit herbergisins, sem þau eru i. Húsgögn hafa verið með ýmsu lagi á hinum ýmsu tímum. Stundum hafa þau verið stór og' fyrirferðarmikil, með als- konar útflúri og pírumpári og þá þótt því fegurri, sem meira út- flúr hefir verið á þeim. Flest slík húsgögn eru ósmekkleg, dýr og ópraktisk, og þessvegna hafa þau nú orðið að víkja fyrir hag- ingi mestr, en engi var maðr görviligri en Bolli og albetur at sér. Þórðr Ingunnarson var maðr þeirra vitrastr og lagamáðr mestr. Þorvalds get ek at engu“. Þá segir Bolli: „Skil ek það görla, hvat þú segir mér frá því, hversu hverjum var farit bænda þinna, en hi’tt verðr enn ekki sagt, hverjum þú unnir mest, þarftu 20 nú ekki að leyna því lengur“. Guðrún svarar: „Fast skorar þú þetta, sonr minn, en ef ek skal þat nökkurum segja, þá mun ek þik helzt velja til þess“. Bolli bað liana svá gera. Þá mælti Guð- rún: „Þeim var ek verst, er ek unna mest“. Arnór Sigurjónsson.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.