Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 21
S AMTÍÐIN fyrr. Af þessum sökum einkum verða þau altaf í gildi orð Páls lögmanns Vídalíns um íslendinga- sögnmar: „Ef þú villt vitur verða, þá lestu sögur“. Skáldskapurinn í Laxdælasögu er dásamlegur. Þó verður ekki um hann sagt, að hann sé sniðinn eftir reglum listarinnar, hvorki fomum eða nýjum. Að því leyti stendur Laxdæla langt að baki Egilssögu eða Njálssögu. Það er eins og höf. Laxdælu hafi ekki ráðið við, hvernig sag- an skapaðist. Farvegur sög- unni er oft óglöggur, og tökin laus á efni. Þar er ekki lag leik- ið eftir nótum, heldur tilfinningu. Þar er ekki sungið eftir takt- slætti heldur hjartslætti. Því er sagan erfið til skilnings en auð- veld til misskilnings. Jafnvei Ein- ar Ól. Sveinsson getur hafa mis- skilið ýmislegt t. d. þetta um Fótbít: „En svo mikil stund er lögð á að lýsa sálarlífi persón- anna, að Fótbítur lendir í skugga og- virðist ekki annað en vana- legt sverð, þegar út í söguna kemur“ (formálinn bls. XLVII). Til að skilja hlutverk Fótbíts í sögunni verða menn að finna, hvernig svipur, örlög og ógæfa Geirmundar gnýs fylgir sverðinu frá manni til manns, skapar hverjum, sem ber það svip, ör- lög og ógæfu, og fær þó jafn- framt á sig svip þess manns, sem ber það. Það verður betra sverð að Bolla Þorlákssyni látn- um, meðfram af því, að hann féll með þeim hætti, að nokkuð af ógæfu sverðsins fylgdi honum í gröfina. Það er jafnvel vafasamt að höfundur Laxdælu „leggi mikla stund á að lýsa sálarlífi persón- anna“. Lýsingarnar verða til nærri ósjálfrátt, af því að höf. er spurull og forvitinn og á þar að auki svo auðvelt með að verða ástfanginn af mönnum og þó einkum af konum. Hann ætlar að skrifa sögu Hjarðhyltinga, en svo kemur Guðrún Ósvífursdóttir inn í söguna, og hann verður svo ástfanginn af henni, að sagan verður fyrst og fremst hennar saga, og stundum virðist, að sag- an sé skrifuð til þess að skýra. hvernig á því stóð, að þessi blóð- heita og mikilhæfa kona verður fyrsta nunna á Islandi, og legg- ur eiginlega hornstein Helga- fellsklausturs fyrir einhverja óskiljanlega guðlega forsjón. Meðan hann gengur á þeim vegi með Guðrúnu, man hann þó einstöku sinnum eftir, að reyndar ætlaði hann sér annan veg, og þá fer hann í hálfgerðu fáti, að segja frá því, þegar kúga átti Hjarðarholt af Halldóri Öl- afssyni. En hann gleymir sér fljótt aftur og dulbýr sig nú klæðum Bolla Bollason: „Muntu segja mér það móðir, að mér er forvitni á að vita. Hverjum hef- ur þú manni mest unnt?“'„Þor- kell var maður ríkastr og höfð- 19

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.