Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 25

Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 25
SAMTÍÐIN ÞRATT FYRIR KREPPUNA EFTIR SIGRID BOO — En hvað þetta er hlýlegur litur! sagði hann, þegar við stóð- um á torginu og biðum eftir Hol- menkollen-sporvagninum. En hitt var mér lítið gleðiefni, þegar ein af vinstúlkum Randis, sem stóð rétt aftan við mig, hafði orð á því, hve fallegt það væri af Randi að lána peysuna sína — En hvað það kemur sér vel, að þið getið gengið í fötum hver af ann- ari! sagði hún. — Það kemur sér ákaflega vel! svaraði ég með sól- skinsbrosi. Henni skyldi ekki veit- ast sú ánægja, að sjá, hve ösku- vond ég varð. Björn var eins al- úðlegur eftir sem áður. Hann var heldur ekki neitt sérstaklega vel til fara. Jakkinn var upplitað- ur og buxurnar alt of stuttav. Það var hinn íþróttamannslegi vöxtur, sem forðaði honum frá því, að gert væri gys að klæða- burði hans. Það leit út fyrir að hálfur bær- inn væri kominn á stúfana. Al- staðar var ein iðandi kös af fólki, og vagnstjórarnir máttu hafa sig alla við, að verða ekki troðnir undir. Á endanum kom- urnst við upp í. Við fórum fram- hjá skíðabrekkunni, í sama bili og einn kom svífandi í loftinu. Það var áhrifamikil sjón. Hann AXEL GUOMUNDSSON ÍSLENSKAÐI datt. Svo kom annar. Hann stóð. Fagnaðarlátunum ætlaði aldi’eí að linna. Við héldum áfram, svo að skíðabrekkan var brátt komin úr augsýn. Ég kendi í brjósti um þá, sem duttu. Óheilbrigð samúð með þeim, sem tapaði, sögðu bræður mínir. Það leyndi sér ekki, að Björn varð æ þungbrýnni og þögulli, eftir því sem á leið. Ilann var bersýnilega að brjóta heilann um eitthvert sérlega erfitt viðfangs- efni. Fyrst hélt ég, að orsökin væri blátt áfram sú, að honum leiddist. En þegar hann litlu seinna kvartaði undan því, að við skyldum ekki fá að vera í friði, varð mér hughægra. Ekki varð hann hýrari, þegar við komum upp í Frognerseter-veitingahúsið, því að þar var alt orðið troðfult af gestum. Inst inni í salnum kom ég auga á Aksel, í fylgd með einhverjum, ljóshærðum, hláturmildum, hökulausum ná- unga. Björn heilsaði á báða bóga, svo að auðsjáanlega vantaði ekki lmnningjana. Hvað eftir annað var komið fram á varirnar á mér, hvort allur þessi skari hefði ver- ið í sumarfríi á næsta bæ við 28

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.