Samtíðin - 01.05.1935, Qupperneq 6
4
SAMTÍÐIN
JAKOBÍNA JOHNSON
SKÁLDKONA ER KOMIN í HEIMSÓRN TIL ÍSLANDS.
Meðal farþega hingað á „Gullfossi"
í síðustu ferð skipsins hingað til lands
var hin fræga skáldkona vor vestan
hafs, frú Jakobína Johnson. Er hún
hingað komin að vitja ættjarðar sinn-
ar eftir langa dvöl í Vesturheimi, en
þangað fluttist hún 5 ára gömul. Frú-
in er þingeysk að uppruna, fædd á
Hólmavaði í Suður-Þingeyjarsýslu
24. október árið 1883, og er hún dótt-
ir Sigurbjarnar Jóhannssonar skálds
frá Fótaskinni og konu hans, Maríu
Jónsdóttur. Hún er kvænt ísaki Jóns-
syni frá Háreksstöðum í Norður-
Múlasýslu, og eru þau hjónin búsett
vestur í Seattle.
Frú Jakobína Johnson er kennari
að mentun. Hún er löngu víðfræg
orðin fyrir kveðskap sinn frumsam-
inn, en eigi síður fyrir fjölmargar
afbragðsþýðingar á íslenskum kvæð-
um eftir mörg bestu ljóðskáld vor, og
hefir hún snúið kvæðunum á enska
tungu með þeim hætti, að þau njóta
sín prýðilega í hinum enska búningi.
Með þessu hefir skáldkonan fært út
landmörk íslenskra bókmenta, landi
voru og þjóð til gagns og sóma.
Þjóð vor stendur því í mikilli þakk-
arskuld við frú Jakobínu, og munu
margir verða til þess að votta henni
þakklæti sitt, meðan hún dvelst hér
á landi í sumar. Hefir sérstök heim-
boðsnefnd starfað ötullega að því í
vetur að undirbúa hér sem allra best
komu skáldkonunnar, og er frú Guð-
rún J. Erlings formaður nefndar-
innar.
Kvöldið, sem frú Jakobína John-
son sté hér á land (föstudaginn 21.
júní 1935) eftir rétta þriggja vikna
för frá Seattle, hélt frú Guðrún J.
Erlings henni veislu og bauð þangað
þeim samstarfsmönnum sínum úr
heimboðsnefndinni, sem þá voru
staddir í Reykjavík, og nokkrum
mönnum öðrum. Þar fékk ritstjóri
SAMTÍÐARINNAR tækifæri til að
kynnast skáldkonunni og hlusta á
hana flytja síðasta kvæðið, sem hún
hefir ort. Er það kveðið á leiðinni
austur yfir Atlantshaf, og nefnist:
Urn nótt á Atlantshafi. Þetta gull-
fagra ljóð hefir frú Jakobína leyft
oss að birta hér í ritinu, og fylgja
því innilegar hamingjuóskir skáld-
konunnar til hins unga tímarits vors
um gæfu og gengi.
Frú Jakobína Johnson hefir síðast-
liðinn vetur komið 14 sinnum fram
á opinberum fundum vestur í Seattle
og flutt þá jafnan erindi um íslenskar
bókmentir og listir. Sýnir þetta m.
a. hvern virkan þátt hún á í því, að
vinna íslandi gagn í Vesturheimi.
Hún talar íslensku undravel og má
um hana segja, að fögur íslensk orð
liggja „tvenn og þrenn“ á tungu
henni, ef hún þarf á þeim að halda.
SAMTÍÐIN býður skáldkonuna
innilega velkomna heim til ættjarðar-
innar og vonar, að hún megi njóta
sumarsins hér sem best og megi
hverfa héðan á komanda hausti með
fult fang yrkisefna og góðra endur-
minninga.