Samtíðin - 01.05.1935, Qupperneq 15
SAMTÍÐIN
13
JURTAGRÓÐUR OG TILBÚINN ÁBURÐUR.
í Deutsche Medizinische Wochenschrift, sem er eitt þektasta
læknisfræðistimarit Þjóðverja, birtist eftirfarandi grein fyrir
skömmu. Hún á eig-i lítið erindi til vor, ef staðhæfingar þær, sem
þarna er haldið fram, reynast réttar, að tilbúni áburðurinn sé að
spilla jurtagróðrinum svo, að heiisu manna og dýra sé hætta búin,
og er því hér gerður lauslegur útdráttur úr henni.
Síðustu áratugina hefir verið litið
um of efnislega á þá næringu, sem
jurtagröðurinn þarfnast. Næringin
hefir ekki verið samsett af nógu
miklum lífrænum efnum. Nú er það
hins vegar vitanlegt, að allur jurta-
gróður er fyrst og fremst lífræns eðl-
is, og sú næring, sem hann þarfnast,
á því einnig að vera lífræn. Menn litu
svo á, að jurtirnar drægi til sín úr
jarðveginum ýms sölt, kalísölt, fós-
fórsölt, köfnunarefnissölt o. s. frv.,
og því væri ekkert annað en að bæta
þessum efnum aftur í jarðveginn, og
þá fengi gróðurinn alla þá næringu,
sem hann þyrfti með. Þessi skoðun
er þó óðum að hverfa úr sögunni. Það
hefir sannast, að áburðarefnin, sem
náttúran leggur til, húsdýraáburður,
jurtaleifar o. þ. h., hafa mikla yfir-
burði yfir hinn tilbúna áburð, og eru
fjölmargar ástæður til þess.
Fyrst og fremst sú, að moldarefn-
in eru mjög gagnleg fyrir jarðveg-
inn, og því gott að jurtaleifar og slíkt
samlagist jarðveginum aftur. Þá er
það eigi síður nauðsynlegt, að gerlar
berist í jarðveginn, til þess að þeir
hreinsi til í honum, og losi hann þann-
ig, að plönturnar þurfi minna að hafa
fyrir því að láta ræturnar vaxa í all-
ar áttir, og þannig, að vatnið eigi
auðveldara með að gegnvæta jarð-
veginn, svo að jurtin hafi minna fyrir
því að ná næringarefnunum úr hon-
um.
Þá er það veigamikið atriði, að þeg-
ar áburðurinn kemst í jarðveginn,
hefst gerjun hans, og við það verður
jarðvegurinn hlýrri. Eins og kunnugt
er, þurfa jurtirnar á mikilli kolsýru
að halda, og er það einna erfiðast fyr-
ir þær að fá nóg af kolsýrunni. Þegar
gerjunin fer fram, framleiðist kol-
sýra, og kemur það jurtinni að miklu
gagni. Moldarefnin í jurtaleifum og
slíku koma einnig í veg fyrir súrefn-
isskort í jarðveginum, og þau ásamt
húsdýraáburðinum hafa einnig þann
eiginleika að vinna á móti því, að
skaðlegar sýrur myndist í jarðvegin-
um. Og loks innihalda þessi efni bein-
línis svonefnd vaxtarefni (Auxine),
sem eigi eru síður nauðsynleg öllum
gróðri.
Það má með nokkurri vissu segja,
að ef einungis eru notuð ólífræn á-
burðarsölt, hlýtur svo að fara fyr eða
síðar, að jarðvegurinn eyðileggist
með öllu. Þar sem mannshöndin kem-