Samtíðin - 01.05.1935, Qupperneq 22

Samtíðin - 01.05.1935, Qupperneq 22
20 SAMTÍÐIN BÓKAÚTGÁFA SÆNSK-ÍSLENSKA FÉLAGSINS. Meðal sænskra mentamanna hefir öldum saman verið ríkjandi mikill á- hugi fyrir íslenskum fræðum. Fyr meir snerist þessi áhugi þeirra ein- göngu að fornbókmentum okkar. En með aukinni kynningu frændþjóð- anna hefir þessi áhugi einnig beinst að landi okkar og nútímamenningu. Er nú svo komið, að ýmsir Svíar hafa gengist fyrir stofnun sænsk-íslensks félags til eflingar menningarsam- bandi milli Svíþjóðar og íslands, og nefnist þetta félag Samfundet Sve- rige—Island. íslendingar hafa metið þetta framtak Svía með því m. a., að þeir hafa stofnað hér á landi annað félag, er heitir Svíþjóð, og er því ætlað að hlúa að áhuga þeim, sem hér er óðum að vakna fyrir sænskri menningu. Sænsk-íslonska félagið í Svíþjóð hefir gengist fyrir útgáfu bóka, er varða ísland og Islendinga. Eru þeg- ar komin út 4 rit frá hendi félagsins síðan 1931 eða eitt rit á ári, og er þar svo myndarlega af stað farið, að sjálfsagt þykir að minna hér nokk- uð á þessi rit og drepa lítillega á efni þeirra. Fyrsta ritið kom út árið 1931 og nefnist: Island, Bilder fran gammal och ny tid (þ. e. ísland. Myndir frá fornum og nýjum tíma). Formála fyrir þessari bók hefir ritað Elias Wessén, háskólakennari í Stokkhólmi, ágætur fræðimaður og vinveittur Is- lendingum. En sjálft ritið eru 6 rit- gerðir. Jónas Jónsson, þáverandi dómsmálaráðherra, skrifar þar um samúð Svía og íslendinga, Jón Helga- son, háskólakennari í Khöfn, um ís- lenskar bókmentir á síðari hluta 16. aldar og einnig ritgerð, er hann nefn- ir: Frá Oddi Gottskálkssyni til Fjöln- is. Þróun íslenskrar tungu um 300 ára skeið. — Dag Strömbáck, dr. phil. í Lundi, ritar um forna og nýja þjóð- trú á íslandi. Og loks er ræða fyrir minni Islands eftir Ivar Venner- ström, ráðherra. Þetta rit er 102 bls. að stærð, prýtt nokkrum landslags- myndum frá íslandi, og kostar kr. 4.65. Er það mjög læsilegt og stór- fróðlegt á köflum. Annað rit félagsins kom út árið 1932. Það heitir Fran Island. Nutids- noveller i översattning (þ. e. Frá ís- landi. Nútímasmásögur í (sænskri) þýðingu). I bókinni eru þessar sög- ur: Sagan af Sigurði formanni eftir Gest Pálsson, Valur eftir Þorgils gjallanda, Þurkur og Vistaskipti eftir Einar H. Kvaran, Gamla heyið og Feðgarnir á Hillu eftir Guðmund Friðjónsson, Síðasta fullið eftir Sig- urð Nordal, Tófuskinnið og Hákarla- veiðin eftir Guðm. Gíslason Hagalín. Framan við sögurnar er formáli eftir Hjalmar Lindroth, prófessor í Gautaborg, og fylgja helstu æviatriði

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.