Samtíðin - 01.05.1935, Qupperneq 24
22
SAMTÍÐIN
Jurtagróður vísar
á málma.
Forn-Grikkir þóttust geta ráðið
það af gróðri jarðar, hver efni lægju
hulin undir grassverðinum. Rann-
sóknir nútímans hafa staðfest rétt-
mæti þessarar skoðunar, svo að ekki
verður lengur um vilst. Merkur nú-
lifandi námuverkfræðingur segir
þannig frá:
Fjölmargar sannanir eru nú fengn-
ar fyrir því, að mjög víða í heiminum
bendir jurtagróðurinn til þess, hvaða
málmar búa undir honum í iðrum
jarðarinnar. Því eru vísindamenn
farnir að gefa þessu miklar gætur. Á
þennan hátt hefir meðal annars
fundist mikið af zinkmálmi í Belgíu,
sem hæpið er, að nokkur maður hefði
veitt athygli ella. f Englandi eru þeg-
ar fengnar órækar sannanir fyrir
því, að á þeim stöðum, þar sem beyki-
tré þrífast vel, er gnægð af kalki í
jörðu. Þar í landi og víðsvegar í
Ameríku hefir fundist blýmálmur í
jörðu, þar sem litartré vaxa. Enn
fremur vita menn það nú orðið með
vissu, að þar, sem mikið vex af birki,
er járn að finna, og þannig mætti
lengi telja.
Þessar athuganir hafa vakið geysi-
mikla eftirtekt, og þykjast menn
þess nú fullvísir, að ítarlegar rann-
sóknir á jurta- og trjágróðri í sam-
bandi við málmvinslu muni í náinni
framtíð verða til þess, að óhemju-
miklir, duldir fjársjóðir verði innan
skams grafnir upp úr iðrum jarðar-
innar.
(Magazine Digest.).
Leikritagerð í
fornöld.
Það er annað en gaman að vera leik-
ritaskáld nú á dögum. En verra var þó að
að skrifa leikrit á sanskrít í fornöld, því að
þá var ekki nóg með það, að ritdómararnir
nörtuðu í skáldin, heldur urðu þau að gera
svo vel og fylgja settum reglum. Hér fara
á eftir nokkrar af þessum forskriftum, sem
vesalings skáldin urðu að fylgja:
— Aðalpersónan verður að sýna sig á
leiksviðinu i hverjum þætti. Hún má vera
indverskur goði, ráðherra eða kaupmaður.
— Aðalkvenhetjan í leiknum má vera
kona af góðum ættum eða skækja. Líka má
skipta hlutverki kvenhetjunnar milli þess-
ara tveggja kvenna, en þá mega þær aldrei
hittast á leiksviðinu.
— Ráðlegt þykir að láta mikið af þorp-
urum koma fram í leiknum.
— Leikurinn sé umfram alt ástarleikur.
Hann verður að enda vel. Raunalegur end-
ir er stranglega bannaður.
Skoti einn andaðist og barði von-
um bráðar að dyrum í himnaríki.
— Hvað heitir þú? spurði Sánkti
Pétur.
Skotinn sagði til nafns síns.
— Þá færðu ekki að koma hingað
inn, mælti Pétur.
— Hvernig stendur á því? Ég veit
ekki betur en að ég hafi lifað heið-
arlegu og reglusömu lífi, sagði Skot-
inn forviða.
— Það getur vel verið, ansaði
Pétur, — en við getum ómögulega
staðið í því að elda eintóman hafra-
graut handa einum manni.