Samtíðin - 01.03.1940, Page 16

Samtíðin - 01.03.1940, Page 16
w 12 SAMTIÐIN rose, þegar liann sá ávisunina, — ég sé, að þessi ávísun er stíluð á Tim McGuffy, og að hún er enn þá fljótari í ferðum en hestarnir hans. Að svo mæltu stakk hann ávís- uninni í vasa sinn og skundaði til veitingahússins. — Sæll og hless, Iiarl. Hérna eru peningarnir. Mér tókst að ná i þá. Og Montrose dró upp ávisun McGuffy’s, hætti á liana enn einni áritun og rétti veitingamanninum því næst ávísunina yfir horðið. —- Þarna liefurðu þessi 100 pund þín, lagsmaður. Karl leit á ávísunina að framan og greip andann á lofti. Þvi næst leit íiann á bakið á henni og dæsli við. Að þvi húnu gætti hann á klukkuna og mælti: — Hamingjan hjálpi mér! Og hann horfði enn á ávisunina. Það var nákvæmlega klukkulími síðan Tim McGuffy hafði afhent honum hana til varðveislu, og á þessari einu klukkustund hafði á- vísunin farið sex manna á milli og hafði sex sinnum verið notuð til þess að greiða 100 sterlingspunda skuld. ER NOKKUÐ ATHUGAVERT við ávísunina, Karl? spurði Mont- rose hissa. — Nei, nei, ávísunin er i lagi, eins og allar ávísanir frá Tim McGuffy, svaraði veitingamaðurinn og fór hjá sér, um leið og hann tók skuldar- viðurkenningu Montrose’s upp úr peningakassa sínum og rétti honum hana. — Þakka þér fyrir, Montrose, ég ætlaði mér síst af öllu að haka þér nokkurt ónæði 'með þessu. — Rlessaður vertu ekki að eyða orðum að þessu. Ég veit, hvernig það er, að vanta 100 sterlingspund. En ég vona, að þessi ávísun fari nú að hægja á sér livað líður! — Það er ég nú ekki alveg viss um, ansaði veitingamaðurinn. Og eftir að Montrose var farinn, tók hann að velta því fyrir sér, hvern- ig á öllum þessum eigendaskiptum ávísunarinnar gæti staðið. — Fyrst horgaði ég Jakobi þessi 100 pund, sem ég skuldaði honum. Þar með vörum við kvittir. Síðan borgaði hann prentaranum að fullu og öllu. Prentarinn horgaði því næst pappírsskuld sína, pappírssálinn horgaði veðhankastjóranum, veð- hankastjórinn Montrose og Mont- rose mér. Rétl er nú það, allir höf- um við fengið það, sem okkur bar, og allir höfum við gert fullkomin skuldaskil hver við annan. En samt sem áður virðist þetta vera liálf- annkannalegt, því að ef ég afhendi Tim McGuffy þessa ávísun — I sama bili tók hann eftir því, að Tim McGuffv stóð fyrir framan hann. — Ég misti af lestinni, sagði McGuffy. — Er þetta ávísunin mín? Já Tim, en ég þarf að segja þér sögu. — Leyfðu mér að segja söguna, Karl. í óðagotinu áðan fékk ég þér falska ávísun á banka, sem ég á enga innstæðu í, stílaða á mann, sem alls ekki er til. Mér datt í hug að láta hana valsa um stundarkorn, til þess að sannprófa hugmynd, sem

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.