Samtíðin - 01.05.1940, Síða 9
SAMTÍÐIN
5
liafði þó verið reynt að sýna kvik-
myndir í „Bárunni“, en tækin vorn
léleg, og féll sú tilraun brátt niður.
Ganila Bíó var slofnað af dönskum
mönnum, og var P. Petersen sýn-
ingarstjóri hjá þeim. Hann keypti
])etta kvikmyndahús seinna og rak
það fram til siðustu áramóta.
— Hvenær var Nýja Bíó stofnað?
— Þann 12. apríl 1912. Stofnend-
ur þess voru þeir bræður, Sturla og
Friðrik, Jónssynir, kaupmenn;
Sveinn Björnsson, síðar sendiherra
í Khöfn; Carl Sæmundsen stór-
kaupmaður og Pétur Þ. .T. Gunnars-
son stórkaupmaður. Framkvæmdar-
stjóri var Pétur Brynjólfsson ljós-
myndari.
— Hvar og hvenær tók bióið til
starfa?
— Á Hótel ísland, 29. júní 1912.
Bíóið Iiafði til afnota salinn með-
fram Veltusundi. Þar gátu setið
tæplega 200 manns, og i þessum
þröngu húsakynnum var bíóið starf-
rækt fram til 1920. Ég var ráðinn
framkvæmdarstjóri þess i mars 1914
og fór þá til Khafnar með Sveini
Éjörnssyni, til þess að kynna mér
i'ekstur kvikmyndahúsa þar í hæ.
Árið 1916 kevpti ég Nýja Bió af
lilutafélaginu og rak það einsamall
td 1920, en þá seldi ég núverandi
meðeiganda mínum, Guðmundi
Jenssyni framkvæmdarstjóra, helm-
lng hlutabréfanna, og höfum við
rekið það i félagi síðan.
-— Hafa ekki orðið miklar tekn-
'skar breytingar á kvikmyndasýn-
ingum, síðan Nýja Bíó var stofnað?
Jú, mjög miklar. Þegar Nýja
Bíó tók til starfa, varð sýningarstjóri
sjálfur að snúa sýningarvélinni. Það
var erfitl verk og var mjög hætt við,
að sýningin yrði mishröð með því
móti. Eitl mitt fyrsta verk var að út-
vega frá Danmörku mótor til þess að
knýja með sýningarvélina. Mótor
þessi var knúinn rafmagni, sem aft-
ur var framleitt með gasmótor. En
eftir að heimsstyrjöldin skall á, not-
uðum við olíumótor, all þangað til
rafmagnsveitan við Elliðaárnar tók
til starfa.
— Hvenær flnttist Nýja Bíó í nú-
verandi liús sitt?
Sumarið 1920. Húsið var rúmt
ár i smíðum, enda var það vand-
aðasta samkomuhús Beykjavíkur.
En miklir örðugleikar voru á hygg-
ingu hússins, segir Bjarni .Tónsson.
— Þegar ég byrjaði að reisa það,
kostaði sementstunnan 15 kr., en áð-
ur en smiði hússins var lokið, var
hún komin upp í 55 krónur! Verð-
liækkun á öðru byggingarefni var
samsvarandi. Það var nú á þeim ár-
um! Húsið átli upphaflega að kosta
150 þús. kr., en komst, áður en
lauk, upp i 360 þús. kr.!
— Hvers konar kvikmyndir vilja
ísíendingar helst sjá?
Revnslan hefur sannfært mig
um, að fólk hér vill helst sjá sögu-
legár myndir, og liggur slikt ef lil
vill i eðli þjóðar vorrar. En einnig
eru söngmyndir mjög vel sóttar, og
er slíkt ekki að undra, þar sem liér
skortir söngleikahús. Sú mynd, sem
lengst hefur verið sýnd hér, er tví-
mælalaust Saga Borgarættarinnar,
sem tekin var liér á landi eftir sögu
Gunnars Gunarssonar. Hún var upp-
haflega sýnd hér samflevtt i 6 vik-