Samtíðin - 01.05.1940, Qupperneq 7
SAMTiOIN
Maí 1940 Nr. 62 7. árg. 4. hefti
TSLAND ER UNDUALAND dásamleg-
ustu andstæðna, heill heimur út af
fyrir sig, sem naumast á sinn líka í víðri
veröld. Græni liturinn á graslendinu hér
er ferskari en ég þekki dæmi lil annars
staðar, og hin íslensku fjöll og jöklar
veita landi ykkar tignarlegri svip en nokk-
ur orð fái lýst“, sagði víðförull útlend-
ingur, er ferðast hafði daglangt um Suð-
urlandsundirlendið fyrir nokkrum árum.
Dessi orð eru rétt tilfærð, því að ég
skrifaði þau hjá mér, um leið og þau voru
sögð, en á íslensku þýðingunni ber ég
ábyrgð. Oft hafa mér flogið þessi orð í
hug, síðan þau hrutu af vörum útlend-
ingsins. ísland er vissulega heill heimur
út af fyrir sig, og ég efast stórlega um,
að sú náttúrufegurð fyrirfinnist erlcndis,
er megni að gagntaka venjulegan fslend-
ing jafn gersamlega og sum fyrirbrigði
íslenskrar náttúru hljóta að gera. Fyrir
tiltölulega skömmum tíma var ísland lítt
numið í tvennum skilningi: Sveitabúskap-
urinn bygðist á úreltum aðferðum, sífeldri
rányrkju á óræktuðu landi, þegar fráskild-
■ r voru misjafnlega þýfðir túnskikar í
kringum sveitabæina. Nýtísku rætkunar-
aðl'erðir voru af eðlilegum ástæðum lítt
kunnar fram á þessa öld, en nú eru þær
ásamt véltækni í vinnubrögðunt í þann
veginn að breyta búskap bænda og færa
hann í viðunandi horf. Hins vegar áttu
landsins börn til skamms tíma eftir að
nema landið í þeim skilningi, að kynn-
ast því af eigin sjón og reynd og njóta
fegurðar þess. I>að landnám er nú að
hefjast með tilstyrk bættra samgöngu-
t*kja á sjó og landi og eðlilegs áhuga,
sem vaknað hefur fyrir ferðalögum í sam-
bandi við bíla og vélknúin skip. — ís-
lendingar hafa lengst af verið ókunnugir
t flestum bygðum landsins utan átthaga
sinna, og fáfræði þjóðarinnar gagnvart
öræfunum birtist átakanlega í öllum þeim
ógrynnum útilegumanna- og triillasagna,
er varðveist hafa. Viðhorf æskunnar gagn-
vart hinni fögru fósturjörð mótaðist öld-
urn saman af fáfræði og beyg eldri kyn-
slóðanna. En hátt yfir almúgann gnæfðu
fræðimenn eins og Eggert Ólafsson og
Björn Gunnlaugsson, svo að aðeins tvö
nöfn séu nel'nd. Á herðum slíkra braut-
ryðjenda standa svo síðari tíma könnuðir
landsins, beint og óbeint. Mér virðist, að
viðhorfi íslendinga gagnvart landi voru
megi, eftir að kúgunaraldirnar hefjast,
skipta 'í þrent. Fyrst ríkir fáfræði og
hræðsla, mótuð af harðærum, eldgosum,
kúgun, hjátrú o. fl. Því næst hefst nýr
áfangi með sköpun ættjarðarkvæðanna á
19. öld. Þau skópu geðþckka meðvitund
um landið í hugurn þjóðarinnar, og slíkt
hið sama hafa átthagaljóð og kvæði um
ýmsa fagra staði gert. Samfara breyttum
lifsskoðunum hafa þau stuðlað að því, að
eyða óttanum við öræfi og tröll. En veru-
leg kynni íslendinga af landi voru hefj-
ast fyrst af eigin sjón og reynd mcð bætt-
um vegum, landnámi bílsins og síðast en
ekki síst fyrir áhrif og atbeina F e r ð a-
félags Islands. Slík' kynni gátu ekki
skapast á lestaferðum né vergangi fyrri
alda. Nú er það hlutverk héraðsskólanna
að miðla æskunni í dreifbýlinu hollri og
hagnýtri þekkingu á landinu, sögu þjóð-
arinnar og tungu, sem alt á að sýna þar
í lífrænu samhengi. Sú þjóð, sem á sér
hinn fagra og fornhelga Þingvöll, auðnir
og hlýleik Þjórsársdals, fjölbreytni Þórs-
mcrkur, tign Eyjafjalla, töfra Hallorms-
slaðaskógar, sérkennileik Ásbyrgis, sæld
Mývatnssveitar, sagnofna víðáttu Skaga-
fjarðar og hið glæsilega Horgarfjarðar-
hérað, svo að fáein nöfn séu nefnd af
handahófi, og á sér auk þess óbygðir vors
víðáttumikla lands, mun jafnan geta sótt
sér mentun og lífsþrótt í skaut sinnar
eigin fósturjarðar.