Samtíðin - 01.05.1940, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN
7
1»E1R VITRU
'--- SÖGÐUí
tor og' Skandinavisk Film í Dan-
mörku, segir Bjarni Jónsson aff
lokum.
ÖFT ER ÞÖRF -
ENGINN Islendingur mun treysta
sér til að mótmæla þvi, að nú
sé oss það hin mesta nauðsyn, að
notfæra oss til liins ýtrasta allar
innlendar afurðir, sem á annað
borð eru nothæfar. í stað þess að
flytja inn rándýr kol, er nú lagt
mikið kapp á að nytfæra sér raf-
magn og hveravatn til upphitunar
húsa hér á landi. Og loks — eftir
margra ára hið — hefur oss tekist
að rækta nægilegt af kartöflum til
manneldis í landinu, og er vonandi,
að svo verði framvegis. En hvað
líður neyslu vorri á mjólk, sem tal-
in er hollasta fæða, sem völ er á.
Gætum vér ekki neytt hennar i
miklu ríkari mæli en hingað til?
Hinn frægi danski kvenlæknir, dr.
Johanne Christiansen sagði nýlega
i útvarpserindi: „Hver einasta dag-
skrá í útvarpi vorn ætti að hefjast
mcð því, að þulurinn segði hátt og
skýrt: Drekkið mjólk! Veitti oss
íslendingum af ámóta lögeggjan?
María Íítla hefnr orðið nndir hít
og I'OQur í rúminu. Axel, hróðir
hennar, reynir af fremsta megni að
hughreysta hana og segir m. a.: —
Ná ert þú húin að sjá, hvernig híll
lítur út að neðan, Maja min. Aldrei
hef ég scð það.
Túnasléttur, sáðgarðar og' aðrar
jarðabætur og ræktanir auka
mjög á fegurð landsins (þ. e. Is-
lands). Landið er þakklátt á því sviði
og setur undir eins upp mildari svip,
án þess áð hreinleiki þess og tign
skerðist í neinu. En svip landsins eiga
menn að gefa nánar gætur, virða hann
og hlífast við að misbjéða honum.
Því svipur landsins er svipur manns-
ins. — Gunnar Gunnarsson.
Hégómi er tveimur hvað heilagt er
einum I og hafa þeir tveir ekki rétt?
— Guðm. Böðvarsson.
Ljóðlist er altaf þjóðleg. — Harald
Giersing.
Hinn ævagamli meistari, leikhúsið,
og hinn ungi nemandi, kvikmyndin,
eru áþekkir. Þeir hafa báðif sama
markmið: að skilja fólk og skýra frá
því. En þetta eru tvö gagnólík fyrir-
brigði. Kvikmyndin öðlast líf sitt af
myndum, sem aðeins eru skýrðar
með orðum — en leiklistin byggist á
orðinu, sem þar styðst aðeins við
myndir, sem eru því til skýringar.
Þess vegna skiptir ytra borð hlutanna
mestu máli í ríki kvikmyndanna, en í
ríki Ieikhússins er það sálræna og ó-
sýnilega sá grundvöllur, sem alt hvíiir
á. — Poul Reumert.
Styrjöld er viðbjóðslegur sjúkdóm-
ur. Hún táknar aldrei lokaþátt eyði-
leggingarinnar. — Dorothy L. Sayers.
Þjóðernisjafnaðarstefnan mun
enda með skelfingu. Alt bendir til
þess, að hún líði undir lok. — Wynd-
ham Lewis.