Samtíðin - 01.05.1940, Síða 17

Samtíðin - 01.05.1940, Síða 17
SAMTÍÐIN 13 þreylt á lifinu, en liún getur ekki flúið frá því, eins og ég. Hehni finst það heilög skvlda sín að liugsa uni drenginn sinn, sem altaf er aum- ingi. Sterkasta ástin í lífinu er móð- urástin. Ég hef aldrei fundið eins átakanlega til þess og einmitt núna, að ég skuli hafa farið i liundana og brugðist öllum skyldum mínum við þá, sem elska mig. Það hefði verið munur, ef ég hefði getað bor- ið með mömmu þá þungu byrði, sem lífið hefur lagt lienni á lierð- ar. En svona varð það að vera. Ég vildi, að guð gæfi, að bróðir minn, sem er heilbrigður, reyndist mömmu vel. Annars get ég talað nánara um það við guð, þegar við sjáumst seinna i vikunni. Svstir mín sýnir mömmu enga nærgætni. Hún hugsar ekki um annað en manninn sinn, og liann hugsar eingöngu um sjálfan sig og auðæfi sín, svo að þaðan er einskis góðs að vænta. í kvöld ætla ég að vera heima og lesa handritið að bókinni minni. bað átti að verða fallegasta sagan i heiminum, en ég verð að játa, að mér mistókst með hana, eins og svo margt annað. Ég ætla að brenna handritinu, þegar ég hef lesið það i siðasta sinn. IMORGUN, þegar ég reif af daga- talinu, var ég skjálfhentur. Það er alt í einu eins og mér sé farið að þykja vænt um lifið og ég sjái, að því er ekki alls varnað. Meðan ég var að ldæða mig, flaug mér jafnvcl i hug að hætta við sjálfs- morðið. Auðvitað kemúr slíkt ekki til greina. Ég veit, að þetta er að- eins stundarveikleiki Iijá mér, og að ég er enginn maður til þess að halda áfram að lifa. Ef nokkur maður er dauðadæmdur, þá er það ég. Því má ég ekki gleyma. Klukkan var langt gengin 6, er ég fór að sofa í morgun. Ég var að lesa söguna mína. Það er löng saga, rösk 500 vélrituð ldöð. I nótt grét ég hvað eftir annað yfir sögunni. Mér hefur altaf þótt svo vænt um hana. Ég var á fjórða ár að skrifa hana. Það var á námsárun- um minum. Námið gekk seint, eins og oft vill verða hjá þeim, sem taka of fljólt stefnu að ákveðnu marki. Ég ætlaði að verða skáld, en gætti þess ekki þá, að enginn verður skáld, nema honum sé skáldgáfan með- fædd. Og ég hef líklega orðið út- undan þar, eins og á öðrum svið- um. Ég gat lesið námsgreinar mín- ar timunum saman, án þess að ég hefði nokkra lmgmynd um, hvað ég hafði verið að lesa að afloknum lestri. Efnið og persónurnar i sög- unni minni gagntóku mig, og ég lifði með þeim dag og nótt. Lif þeirra varð að njínu lifi, og þeirra heimur varð minn heimur. Oft á tíðum var ég svo utan við mig, að ég vissi ekkert, hvað gerðist í kring- um mig. Kunningjar minir höfðu orð á því, að ég væri eitthvað und- arlegur. Þó er ég viss um, að þá var brjálsemi mín alls ekki byrjuð. Ég held, að ég viti nákvæmlega, livénær hún hyrjaði. Það var, þeg- ar ég var langt kominn með söguna mína. Mér fanst altaf, að það vant- aði eitthvað í hana, einhverja per- sónu. En ég gat lengi vel ekki gert

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.