Samtíðin - 01.05.1940, Qupperneq 21

Samtíðin - 01.05.1940, Qupperneq 21
SAMTÍÐIN 17 ágreiningur milli véraldlegs valds og kirkjuvaldsins um vaxtafyrir- komulagið, og taldi kirkjan sig eina eiga að ráða slíku. Réð kirkjan hér mestu í þessum efnum fram til siða- skiptanna um miðja 16. öld. Eftir siðaskiptin giltu hér norsk og dönsk Iög um leiguburð af peningum. Voru hér ýmsar tilskipanir gildandi, en engar merkar, nema ef vera skyldu ákvæðin um refsingu fyrir óleyfi- lega vexti, sem um eitt skeið giltu hér. Samkvæmt þeim skyldi allur höfuðstóllinn upptækur á konuugs- horð, ef ólevfilegir vextir voru tekn- ir. Hirði ég' ekki um að fara hér frekar út i vaxtalöggjöfina, frá því að kaþólska kirkjan misti yfirráð vfir henni og þar lil tilskipun um leiguburð af peningum gekk hér í gildi 27. maí 1859, en i henni voru nýmæli. Var hún hér að öllu levti í gildi til 1890 og að nokkru til árs- ins 1933. Samkvæmt þessari tilskip- un áttu vextir af láni, trygðu með veði i fasteign, að vera 4%, en ef vanskil urðu á greiðslu afhorgana, höfuðstóls og vaxta, skyldi greiða 1% í dráttarvexti. í öllum óveð- trygðum peningaviðskiptum manna á milli voru vextir óátaldir og fóru eftir samkomulagi aðilja. Ef teknir voru hærri vextir af fasteignaveð- láni en hér að ofan getur, var slikt lögbrot, sem refsa átti með fésekt, sem ákveðin var i tilskipuninni fjórfaldur til tuttugfaldur sá ágóði, sem ólöglega hafði verið tekinn, ef það sannaðist til fulls. Annars átti að ákveða sektina eftir málavöxt- 'iiii. t>essi tilskipun var samin á ein- földu og þróttlausu máli, sem litla eða euga áreynslu þoldi. Þannig voru rangteknir vexlir alls ekki end- urkræfir, og lántakaudinn, sem mis- gert var við, átti enga saksókn á hendur lánveitanda. Ríkisvaldið átti eitt saksókn út af brotum á tilskip- uninni, og í ríkissjóð áttu sektir að renna. Það er hagnýt og allheppi- leg' lagaþekking', að þekkja laganna veiku hlið. Þannig munu menn nokkuð fljótt hafa fundið, að til- skipunin hannaði ekki afföll af pen- ingum, eða skvldaði lánveitanda ekki til að greiða höfuðstól verð- bréfsins að fullu. Mun það hafa verið um 1890, sem farið var að laka afföll af peningum, er lánaðir voru út á veð í fasteignum. Mun þessi affallapólitík hafa orðið hér all-almenn og víðtæk, er fram liðu stundir, og ekki hafa verið talin hrot á anda eða orðalagi tilskipun- arinnar. Rreytingar voru gerðar á þessai'i tilskipun með lögum nr. 10, 7. febr. 1890. Með þeim lögum voru 6% vextir leyfðir af veðlánum í fasteign, en að öðru leyti giltu á- kvæði tilskipunarinnar um refsingu fyrir brot. Óveðtrygð lán voru látin óátalin um vaxtaburð, en vanskila- vaxtaviðbótin féll niður. Ef ekki var samið um vaxtauj)])hæðina, átli hún að vera 4% eftir síðastnefnum lög- um. Gekk þetta svona til ársins 1933. Með gildistöku laga um hann gegn okri, dráttarvexti o. fl., nr. 73, 19. júní 1933, féll úr gildi tilskij)- unin frá 1859 og lögin frá 7. febr. 1890. Þessi lög eru miklu fullkomn- ari en hin fvrri. Samkvæmt þeim skulu vextir af láni, sem trygt er með veði í fasteign, vera 6%, en i

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.