Samtíðin - 01.05.1940, Síða 18

Samtíðin - 01.05.1940, Síða 18
14 SAMTÍÐIN niér Ijóst, hvað það væri, því síður, Iivaða persónu vantaði. En að lok- um þóttist ég sjá það. Ég skapaði hýja persónu, lítinn dreng. Dreng, sem var augasteinn foreldra sinna. En ég lét hann deyja, þegar hann var rúmlega 7 ára. Þar skjátlaðisl niér. Dauði drengsins kom mér í koll. Drengurinn ásótti mig nótt og dag. Daglega varð ég var við ná- vist hans, og öðru hvoru sá ég hann. Hann stóð vanalega hjá skrifborð- inu mínu og liorfði á mig spyrjandi, ásakandi barnsaugum. Eg vissi, að liann var að ásaka mig fvrir það. að ég skyldi ekki lofa sér að lifa. Ég vissi, að hann var að spyrja, hvers vegna ég hefði gefið sér líf til þess eins að drepa sig, einmitt þegar lifslöngun hans var að vakna. Hann skildi ekki, að þetta var nauð- synlegt, til þess að sagan næði til- gangi sínum og fengi réttan blæ. Ég reyndi að skýra þetta fyrir lion- um, en hann hristi aðeins glóbjarta kollinn sinn og lét sér ekki segjasl. Það var eftir að drengurinn dó, sem ég fór fyrst að finna til aðkenning- ar af brjálseminni. í fyrstu lýsli það sér með mvrkfælni og hjartveiki. Ég kendi tóbaksreykingum og á- fengisnautn um, til þess að byrja með. En smátt og smátt vaknaði grunur minn og síðan vissa um, að hér var annað og verra á sevði. Ég er i engum vafa um, að það var drengurinn litli, sem dó, sem setti mig út úr sálarjafnvægi mínu. Ég sá hann í nótt. Hann birtist mér, þegar ég var að hrenna handritinu að sögunni. Ég held, að hann sé ekki alveg eins óánægður nú og hann hefur verið. Með því að brenna sögunni, hef ég eiginlega gefið hon- um bæði föður lians og móður afl- ur. Ég er í raun og veru húinn að myrða allar persónur sögunnar. Drottinn gaf, og drottinn tók. Svip- að má segja um mig. Þegar ég sá eldinn læsa sig um hlöðin, grét ég lengi og beisklega. Ég var að gráta persónurnar úr sögunni minni. í dag er 7. maí, síðasli dagurinn, sem ég er í tölu lifenda. Á morg- un verður talað vel um mig, því að þá verð ég dáinn. Það er allaf talað vel um framliðna. Ég ætla ekki að laka inn fvr en einhvern tíma i nótt. Svo sef ég út í fvrra- málið. Allir, sem fyrirfara sér, gera það að næturlagi, því að nóttin er tími dauðans, en dagurinn tími lifs- ins. Ég ætla ekki að neyta áfengis í dag, ekki fyr en liðið er á kvöldið. Ég þori ekki að hyrja að drekka fyrri hluta dagsins, þvi að þá er hætt við, að ég drekki of mik- ið, drekki mig drukkinn, „deyi“ mig hurt frá dauðanum, og það má ekki koma fyrir. Nú ætla ég að ganga inn fvrir bæ og kasta hinstu kveðju á Revkjavik. Ef til vill lít ég inn til mömmu, þegar ég hef lokið göngu minni. AÐ ER KOMIÐ fram vfir lág- nættið. Klukkan er að ganga þrjú. Aðfaranótt eilifðarinnar. Að- eins örfáar línur að skilnaði, þvi að nú er hver síðastur. Mig hrast kjark til að heimsækja mömmu, en ég hef skrifað henni fáeinar línur, örfá kveðjuorð. Rréfið er á þessa leið:

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.