Samtíðin - 01.05.1940, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.05.1940, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN Ur ríki kvikmyndanna Viðtal við BJARNA JÓNSSON framkvæmdarstjóra KVIKMYND- IR og bíl- ar, útvarp og sími! Alt eru þetta tákn nýrrar ald- ar í hinu œva- gamla dreifbýli lands vors. Með þessum undra- tækjum verða tímamót í menningu þjóðar vorrar. Þau valda gerbreyt- ingu í viðhorfi íslendinga. Þessi furðuverk tækninnar bafa ólijá- kvæmilega kallað til atbafna ýmsa stórhuga menn, sem ekki liefðu öðl- asl nægileg't olnbogarúm í fátækt og fásinni Islands á kúgunaröldun- um. Tveggja afreksmanna hins nýja tíma hefur áður verið getið hér i ritinu í sambandi við sögu bílanna, þeirra Egils Vilhjálmssonar og Steindórs Einarssonar. Nú sil ég andspænis þeim þriðja, er jafnan mun minst í sambandi við sögukvik- myndanna liér á landi, en það er Bjarni .íónsson frá Galtafelli, ann- ar framkvæmdarstjórinn við Nýja Bíó i Reykjavik. Bjarni Jónsson er löngu þjóðkunn- ur maður fyrir stórhug sinn, mvnd- arskap og frábærar vinsældir. Ég hvgg, að ekki muni ofmælt, að liann liafi átt allra manna drýgstan þátt í því, hve góðar kvikmyndir bafa vfirleitt valist hingað til lands, og að hér hefur skapast menning, en ekki livimleið ómenning í kringum hugtakið híó. Það er ólíku saman að jafna, að sitja í Nýja Bíó í liópi hæversks fólks og horfa á úrvals- kvikmynd (sem maður sér ári seinna auglýsta af stóru kvikmynda- húsi í Stokkhóhni!) eða að liúka i sunium kvikmyndahúsum erlendra stórborga, þar sem aldrei eru sýnd- ar nema spennandi reyfaramyndir og áhorfendurnir sitja reykjandi með liattkúfana á Iiöfðunum. Ivvik- myndahúsin í Reykjavík eru sam- bærileg við meiri báttar bió í ná- grannalöndunum. Það er því ekki að furða, þótt þau séu fjölsótt. Guð- mundur Ivamban liefur sagt um kvikmyndir, að þær liafi verið oss íslendingum alt í senn: leikhús, skemtigarðar, listasöfn — og stærsti glugginn út að Evrópu. Með þvi að horfa út um þennan glugga, sem að vísu opnar miklu viðari útsýn en til Evrópu einnar, hefur margur heimaalinn Islend- ingur svalað útþrá sinni. Kvikmynd- irnar, hið furðulega afkvæmi liinn- ar aldagömlu leiklistar, hafa opin- berað oss íslendingum fádæma feg- urð og dásamlega tækni, en auk þess veitt hingað miklum fróðleik utan úr iðuköstum heimsmenningar- innar. — Hve langt er síðan lekið var að sýna hér kvikmvndir? spyr ég Bjarna Jónsson. Gamla Bíó í Reykjavík, sem er elsta kvikmyndahús landsins, var slofnað árið 1906. Skömmu áður

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.