Samtíðin - 01.03.1941, Qupperneq 8

Samtíðin - 01.03.1941, Qupperneq 8
4 SAMTÍÐIN Þar, sem hraðinn og háreystin drotna OSCAR«.LOMELAND kaupsýslumaður segir frá ANDSPÆNIS MÉR situr norskur kaup- sýslumaður, Os- car Lomeland að nafni, sem liefur dvalist hér að undanförnu. Hann er fróður maður, hefur m. a. hlotið skólamentun í Bandaríkjunum og verið þar öðru hvoru síðastliðin 45 ár. Upp á síð- kastið hefur hann verið starfsmað- ur lijá stóru heildsölufyrirtæki í New York, sem rekur allmikil við- skipti við ísland og hefur hér um- boðsmenn. Samlíðin hefur á undanförnum árum birt fjölda athygliverðra greina úr amerískum tímaritum og viðtöl við menn, sem kunnugir eru fyrir vestan haf. Slíkt er krafa tím- ans, svo mjög sem viðskipti vor lieinast nú til Bandaríkjanna. í eftirfarandi frásögn mun Lome- land segja lesendum tímaritsins silt- hvað frá kynnum sínum af háttum fólks í Bandaríkjunum, lil viðbót- ar þvi, sem hér hefur áður hirsl um þessi efni. Stjórnmál. Um langan aldur hafa starfað 2 stórir stjórnmálaflokkar í Banda- rikjunum, „repúhlikanar“ og „de- mokratar“. Þeir hafa til skiptis far- ið með völdin í landinu. Meginsjón- armið „demókrata“ hefur verið í því fólgið, að þegnar landsins nytu sem mests persónulegs frelsis. En „repúhlikanar" hafa m. a. harist fyrir liáum verndartotlum lil hags- hóta fyrir kaupsýslumenn og iðn- rekendur. Upphaflega áttu flokkanir sér marga hugsjónamenn, er mótuðu starfsemi þeirra. En eins og gengur konni hér síðar fram á sjónarsviðið pólitiskir spekúlantar, líkt og í öðr- um löndum. Á ég þar við þá menn, er nota trúgirni almennings sér lil persónulegs framdráttar. Eyrir kosningar lofa þessir menn kjósend- um sínum hver í kapp við annan, „gulli og grænum skógum“, ef þeir verði kosnir. En loforðin vilja stundum. gleymast, þegar takmark- inu er náð. Það segir sig sjálft, að ekki er altaf heppilegt, að stjórn- málamenn af þessu tagi öðlist að- stöðu til að skipa eftir sínu liöfði embætlismenn í trúnaðarstöður þjóðfélagsins, t. d. dómarasætin. Stjórnarskipun Bandaríkjanna er reist á lýðræðisgrundvelli. Þjóðin á sjálf að ráða stjórn landsins. Stjórn- arskrá landsins, sjálfstæðis-vfirlýs- ing þess og réttindaskrá (Bill of

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.