Samtíðin - 01.03.1941, Qupperneq 10

Samtíðin - 01.03.1941, Qupperneq 10
6 SAMTÍÐIN menn eru allra manna slyngastir við að nytfæra sér nýjar hugmyndir og uppfyndingar og græða á þeim. Kemur þá að miklum notum, hve vel ' verslunaraðferðir þeirra eru skipulagðar og hve sölutækni þeirra er geysilega mikil. Þá er blaða- og útvarpsauglýsingum líka beitt misk- unnarlaust. Enda þótt Amerikumenn geysist sífelt áfram á braut nýjunganna, eru þeir ihaldssamir á ýmsum svið- um og mjög trúir gömlum venjum. A þetta við um listir, hlaðamensku og kaupskap. Ef amerískir Iista- menn, blaðamenn eða kaupsýslu- menn fylgja ekki gildandi venjum, geta þeir átt á hættu, að þeim sé lítill gaumur gefinn. Það gelur reynst ókunnugum furðu örðugt, að ná tali af meiri háttar amerískum kaupsýslumönn- um í fyrsta sinn, og er þá oft nauð- svnlegt að hafa upp á vasann með- mæli eða kveðju frá einhverjum, sem þeir þekkja. Slikir menn eru önnum kafnir og sinna ekki hverj- um, sem vera skal. En takist mönn- um að kynnast þeim og ávinna sér samúð þeirra, eru allir vegir færir, og amerískir kaupsýslumenn reyn- ast vfirleitt hleypidómalausir og á- kjósanlegir félagar. Konur og karlar. — Lifnaðarhættir fólks í Banda- rikjunum eru auðvitað mismunandi eftir þvi, hvort menn I)úa í stór- borgum, smábæjum eða uppi í sveit. Amerikumenn liafa löngum virt og dáð konur af heílum hug. Kvrir nokkrum árum kom ekki svo stúlka inn í sporvagn, að karlmenn spryttu ekki upp úr sætum sínum, hver í kapp við annan, til þess að bjóða henni sæti sitt, ef þar var þröng á þingi. En síðan konur tóku að ger- ast keppendur karlmanna í atvinnu- lífinu, hefur þetta breytst að veru- legum mun. Nú fá stúlkur oft að standa í sporvögnum, en karlmenn sitja sem fastast, ef ekki eiga í hlut gamlar eða lasburða konur eða mæður méð'barn á handléggnum. Margar gíftar konur líta á menn sína sem vinnuvélar. Þeir eiga að afla fjár og aftur fjár, sem þær og hörnin mega síðan eyða gegndar- laust. Eftirfarandi frásögn lýsir þvi vel, hve húsfeður eru stundum ræntir réttindum sínum: Amerísk- ur kaupsýslumaður, sem vann haki brotnu i borg, lieimsótti öðru bverju konu sína, er hafðist við uppi í sveít, ásamt einkasyni þeirra hjóna. Sunnudag nokkurn hagaði sonurinn sér þannig, að faðirinn áleit óhjá- kvæmilegt, að tekið yrði í lurginn á honum. Strákur æpti undan högg- uin föður sins, og þegar móðir hans kom og heimtaði skýringu á þessu athæfi manns síns, æpti sonurinn: — Þessi náungi, sem kemur liingað öðru hvoru í lieimsókn á sunnudög- um, leyfir sér að lemja mig! Önnur saga lýsir enn fremur við- horfi amerísks auðmanns i hjóna- bandinu: Hann var á ferð í Evrópu ásamt konu sinni, er honum harst sím- skeyti um það, að jarðskjálfti hcfði lagt heimili hans, í grend við San Francisco, i rústir. Hjónin fóru þeg- ar vestur um haf, og skömmu seinna

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.