Samtíðin - 01.02.1942, Side 8

Samtíðin - 01.02.1942, Side 8
4 SAMTÍÐIN Um ameríska háskóla Viðtal við ÞÓRHALL ÁSGEIRSSON, B. A. EIN GLEÐI- LEG und- antekning frá lijnum hörmu- legu skaðræðis- áhrifum núver- andi heimsstyrj- aldar er aulcin viðky nning okk- ar við Ameríku- menn, traustari amerísk-íslenzk tengsl en áður hafa þekkzt. í heims- styrjöldinni 1914—18 færðust við- skipti okkar við Vesturheim stórum í aukana, en það er naumast fyrr en í þessu stríði, að nauðsynin liefur kennt okkur, að fleiri tegundir við- skipta við Ameríku en vöruskipti gætu verið okkur haglcvæm,. Það er fyrst nú, að menntalíf Vesturheims liefur opnazt íslenzku námsfólki héð- an að heiman. Hafa upp á síðkaslið allmargir íslenzkir stúdentar lagt leið sina vestur um haf lil háskóla- náms. Samtíðin liefur snúið sér til eins þessara stúdenta, Þórhalls, sonar As- geirs Ásgeirssonar bankastjóra, og iæðið hann að svara nokkrum, spurn- ingum viðvíkjandi amerískum há- skólum. Þórhallur Ásgeirsson hóf hagfræðinám við Stokkhólmsháskóla haustið 1937, dvaldist hér í sumar- leyfi 1939 og komst ekki aftur til Stokkhólms vegna stríðsins. Fór hann því vestui’ um liaf sumarið eftir og hefur síðan stundað nám sitt við liá- skólann í Minneapolis. Hvernig lizt þér á amerísku há- skólana? spurði ég Þórhall Ásgeirs- son. - Það eru stórkosllegar stofnan- ir. Af engu lief ég orðið jafnhrifinn í Ameríku og þessum risavöxnu menntasetrum. Háskólasvæðin, hygg- ingarnar sjálfar og aðhúnaður allur skarar mjög langt fram úr þvi, sem ég hafði áður kynnzt í Svíþjóð eða haft kynni af í Evrópu. — Þú varst tvö ár við háskólann í Stokkhólmi. Geturðu gert stuttan samanhurð á sænskum og amerísk- um háskólum? — Það er ekki auðgert. Amerísku háskólarnir eru svo margir og mis- jafnir, að örðugt er að lala um þá sem eina heild. Þeir heztu eiga naum- ast sinn líka i víðri veröld og svipuðu máli gegnir ef til vill um þá lélegustu. Stúdentatalan er hærri í Bandaríkj- unum en i nokkru öðru landi. Þar eru um 1.300.000 stúdentar árlega inn- ritaðir í háskólana, og m.yndi það samsvara því, að um 1200 íslenzkir stúdentar væru við háskólanám samtímis. Þess her þó að gæla, að fyrstu tveim árunum verja stúdentar í Bandaríkjunum venjulega til undir- búningsnáms undií sérnám silt, og samsvara þau því að vissu leyti tveim siðuslu vetrunum í menntaskólum

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.