Samtíðin - 01.02.1942, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN
Vegna innflutningstálmana og
vöruskorts hafa landsmenn ekki get-
að undanfarið fengið nægilegt efni til
að lialda við framleiðslutækjum sín-
um og verðmætum eignum, öðrum.
Það er því miklu fremur nauðsyn
en að það sé áhyggjuefni, að fé hef-
ur safnazt fyrir i landinu til að mæta
þessum brýnu þörfum, þegar frarn
úr rætist um hömlurnar og vöru-
skortinn.
Að úllán lánsstofnana Iiafa minnk-
að ber vott um velmegun landsmanna
og þar af leiðandi minni lánsþörf en
venjulega. — Er það síður en svo
áhyggjuefni.
Þá er það peningaveltan í höndum
almennings.
Það er ekki svo oft, að „hnífur al-
mennings kemur i feitt“ í þessu til-
liti, að það megi sýnast vert að liafa
stórar áhyggjur út af því. Almenn-
ingur er því vanastur, að hafa fé af
skornum skammti. Hann var á und-
anfarandi fjárnauðatíma húinn að
„svelta sig“ um margar brýnar þarf-
ir. Það er því ekki nema eðlilegt, að
allmikillar „eyðslu“ þyki gæta hjá al-
menningi í notkun handbærs fjár.
Að nokkru leyti er sú fjárnotkun til
að hæla úr undanförnu „svelti“ um
hrýnar nauðsynjar, og er þann hluta
eyðslunnar ekki að átelja.
Hitt á sér þó eflausl allmikinn stað,
að miklu fé sé einnig evtt á óskyn-
samlegan hátt.
Það er því einna helzt þessi eyðsla,
sem rétt er að nema ögn staðar við.
— Til hennar mun mega telja þrjár
meginástæður:
1. Örlæti og höfðingshmd í skap-
gerð þj óðarinnar.
9
Þessa eiginleika i fari þjóðarinnar
er í sjálfu sér sízt að lasta. Hins vegar
ber að temja þessa skapseinkunn sem
aðrar, við skynsamlega forsjá, og er
mönnum það eðlilega misjafnlega
gefið sem annað.
2. Ótti við, að verðgildi peninganna
fari sifellt rýrnandi.
Það er augljóst mál, að hin vaxandi
verðbólga er sama sem rýrnun á
verðgildi peninga vorra. En afleiðing
þess er ekki sú, að eyða beri öllu
handbæru fé, sem unnt er. Eyddur
eyrir kemur aldrei aftur, en sparað-
ur eða geymdur eyrir kemur alltaf
að einhverjum notum síðar, máske
lil að fullnægja mjög aðkallandi þörf.
Það er aldrei forsjálni i þvi fólgin, að
eyða fé til þess, sem er hégóminn
einber. Fyrir fátækan, og tíðast fé-
vana, almenning er óþörf fjáreyðsla
sama sem að torvelda bjargræðis-
horfurnar síðar.
3. [Óttinn við skattkerfið. — Al-
menningur ályktar sem svo, að ef
hann eyðir ekki fé sínu, þá verði það
af sér tekið í skatta og skyldur. Ör-
snauður maður sé hinn eini ríkisþegn,
sem standi óhallur gagnvart skatta-
kröfunum.
Oflangt mál væri í þessari stuttu
grein að ræða þetta efni til nokkurrar
hlilar. En jála verður, að það er óneit-
anlega sá galli á skattakerfi voru, að
það krefst framlaga frá skattþegnun-
um til ríkis- og sveitar-þarfa af tekj-
um, sem engan veginn eru fullar
þurftartekjur, og af eignum, sem
ekki levfa neinu af þvi, sem hverjum,
einasta fjölskyldumanni og smá-
framleiðanda er nauðsynlegt að eiga
í algjörlega arðhærum eignum.