Samtíðin - 01.05.1942, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.05.1942, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN 0 oft á höttunum í grennd við skól- ana vestra, en vitanlega er það allt undir skapfestu unglinganna komið, hvort þeir standast freistinguna eSa ekki. Marijuana-vindlingar eru auS- þekktir frá venjulegum vindlingum. EfniS í þeim er grænt, In-agðiS ólíkt tóbaksbragði og lyktin af reyknum segir til sín. Unglingarnir vita vel, að hér er ekki um venjulega tóbaks- vindlinga að ræða. — Geta menn orðið „forfallnir niarijuana-reykingamenn“? — Ekki í sama skilningi og menn verða t. d. „morfínistar“, en menn geta sótl í þessa vindlinga, líkt og menn sækja í venjulegt tóbak, og þar við bætist svo ásóknin í ábrifin. - Hvað skeður, ef ég reyki mariju- ana-vindling? spyrja menn. — Því getur engirin svarað fyrir- fram. Vera má, að þér verðið engra verulegra ábrifa varir. Hitt er þó sennilegra, að bíóðrás yðar taki brátt að örvast. Yður langar til að syngja og dansa. Þér takið að pata með liönd- unum i allar áttir til þess að ljá orð- um yðar meiri þunga, þvi að nú bera hugsanir yðar þau ofurliði. YSur finnst þér vera fær í allan sjó, eins og stúlka nokkur, sem bafði reykt niarijuana-vindling. Henni fannst hún geta flogið, svo að Iiún steig út um glugga á stórhýsi. AfleiÖingin varð auðvitað sú, að bún hrapaði til dauðs. —- Verða sumir ekki daprir i hvagði við ábrifin? — Jú, þeim finnst þá, að allir séu þeim óvinveittir. Þunglyndi og ömur- leikatilfinning setjast að þeim, og þeir vinna stundum ýmis óhappaverk sér til bugsvölunar. Þegar slíkt er um garð gengið, drýgir þetta veslings fólk ofl sjálfsmorð. Þelta eilurlyf veldur alls konar blekkingum. Hugmyndaflugið magn- ast, er menn neyta þess, án þess þó að menn verði í raun og' veru gáfaðri eða færari til að leysa viðfangsefni sín. Lyfið gerir menn ruglaða, og því befir nýlega verið sett lagabann við því í Kaliforníu, að menn stýri vél- knúnum farartækjum undir áhrif- um þessa eiturs. Þetta má telja nauð- synlegt, því að áhrifin valda því, að menn glata öllum skilningi á hugtak- inu hraði. Þeim getur fundizt sek- únda verða að mínútu og mínúta að klukkustund. Eldspýta getur í ímynd þeirra orðið að stórum eldi- brandi, sprunga i gangstétt að stór- eflis gjá. Litir geta tekið á sig furðu- legustu kynjamyndir o. s. frv. — Getur marijuana orsakað brjál- semi ? — Slíkt hefur vart skeð í Banda- ríkjunum, vegna þess bve sterkar gætur eru bafðar á þvi, að fólk neyti þar ckki þessa eiturlyfs að slaðaldri. En í Egyptalandi, þar sem neyzla þess er mikil og almenn, álíta ýmsir, að hún geti valdið vitfirringu. Sam- kvæmt marijuana-tolllögunum frá 1937 verða allir þeir, er framleiða þetta eiturlyf, selja það eða annast dreifingu þess á einhvern bátt, að greiða toll af þvi. Og aðrir en þessir menn, sem eru skrásettir, mega vit- anlega ekki miðla eitrinu. Geri fóllc sig sekt um slikt, varðar það 2000 dollara sekt eða allt að 5 ára fangels- isvist. Allir vita, að margir menn reyna

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.