Samtíðin - 01.05.1942, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.05.1942, Blaðsíða 19
SAMTlÐIN 15 hafa fært í hinn eftirminnilegasta búning stuðlaðs máls og verið getur oss hinum til áminningar og vakn- ingar. En frá nianndóms-hugsjón for- feðra vorra og liinna mætustu niðja þeirra er stutt spor til sjálfstæðis- hugsjónar þeirra. Það er engin tilvilj- un, að „Hávamál“ skipa manngildinu slikt öndvegi og raun ber vitni. Það ev í fullu samræmi við einstaklings- hyggju norrænna manna, sem blasir hvarvetna við sjónum í fornsögum vorum. Þeim var annt um, að menn stæðu á eigin fótum andlega, skoð- analega eigi siður en stjórnarfarslega. »Sjálfr leið sjálfan þik“, stendur í einu Eddukvæðanna, og lýsir sér þar sjálfstæðis-hugsjón forfeðra vorra. Þeim var það fyllilega ljóst, að menn verða að vera frjálsir orða sinna og athafna, eigi þeir að þroskast til fulln- ustu. Þess vegna töldu þeir einstakl- higsfrelsið hið dýrmætasta lmoss og voru reiðubúnir að leggja mikið í sölurnar fyrir það, jafnvel lífið sjálft, ef því var að skipta. Er óþarft að minna á hað á þessum stað, að land- uám Islands átti beinlinis rætur sinar að rekja til hinnar ríku og djúpstæðu fi'elsisástar foi'feðra vorra. En því uiinnist ég þeirrar alkunnu staðreynd- ur, að oss Islendingum verður eigi ósjaldan tíðrætt um það, að vér sé- um, eins og lankrétt er sögulega, at- koniendur þeirra manna, sem nefnd- U' hafa verið „frumlierjar frelsis“. hað er gott til frásagnar, ef það er rétt skilið og rétt með farið. En hollt ei' að minnast þeirra orða Henriks Ihsen, að „það gefur ei dvergnum gildi manns, þó Goliat sé afi hans“; menn vaxa ekki um þumlung af því einu sér að miklast af frægð feðra sinna. En frægðarorð fornra dáða hefir, hins vegar, orðið og geíur orð- ið kynslóðum og einstaklingum hvatning til nýrra afreksverka, upp- spretta andlegrar vngingar; í því ligg- ur gildi varðveizlu sögu liðinna alda, vorra fornu feðra, og það skildi Ibsen einnig fyllilega, þvi að hann sagði: „Framtið vex af frægðarsögum.“ Þá fyrst er hin norræna sjálfstæðis- hugsjón vakandi hjá oss, ef meðvit- undin um það, að vér erum afkom- endur „frumherja frelsis“ er oss eggj- an til frjósamra dáða í þágu frelsis og mannréttinda. I hinni mildu baráttu, sem nú er háð milli lýðræðisstefn- unnar annars vegar og einræðis og of- beldis hins vegar, sæmir oss íslend- ingum það eitt að skipa oss eindregið i sveit þeirra, sem eru forvígismenn lýðræðisins, enda þólt það kosti fórn- ir af vorri hálfu. Það er að sýna trú- mennsku við norrænar og íslenzkar drengskapar-, manndóms og sjálf- stæðishugsjónir; en eins og skáldið segir réttilega: „sú þjóð, sem tignar trúmennskuna i verki, hún tendrar eilíf blys á sinni gröf.“ (Jón Magnússon). Gesturinn: — Ég <jet ekki étið þetta buff; það er svo seigt. Þjónninn: — Ihxið viljið þér fá í staðinn? — Eittlwað, sem er meyrara, t. d. strokleður eða skóbót.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.