Samtíðin - 01.05.1942, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.05.1942, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 fvrstu endurvöktu Olympíuleikun- um, sem haldnir voru í Aþenu árið 1896. Iþróttirnar stefna nú aftur að því marki, sem Platon þýsli svo snilldar- lega. Menn iðka nú ekki iþróttirnar lil að geta varið sig eða unnið á öðr- um með vopnum. Nú iðka menn í- þróttirnar vegna þeirra sjálfra, þeirra áhrifa, sem þær hafa á heilsuna og þeirrar ánægju, sem þær geta veitt íþróttamanninum eða konunni. íþróttirnar hafa síðan um aldamót gerzt æ meiri þáttur i öllu lífi þjóða og einstaklinga. Afreksmenn koma fram, menn njóta þess, að liorfa á þá leika listir sínar, og það, sem mest er um vert: iþróttirnar eru á góðri teið með að ná lil fjöldans. Til þess að svo megi verða, er oft nauðsynlegt að hafa afreksmenn, fyrirmyndir. Slikir menn liafa komið fram og hlotið frægðina að launum fyrir af- rek sín. Hver þekkir ekki Nurmi, Idaupakónginn finnska? Hann hljójj og liljóp, kom sá og sigraði, ekki fyrst og fremst fvrir sjálfan sig, heldur fyrir þjóð sína. Það er nú viður- kennt, að hlaupaafrek hans i Amer- iku höfðu í för með sér geysilega landk ynningu fyrir Finnland. Þá má uefna negrana, t. d. Jesse Owens, sem vakti geysilega athygli á Olympíu- leikunum í Berlín árið 1936. Er eng- inn vafi á því, að afrek hans og kyn- bræðra hans hafa haft mikil áhrif í þá átt, að kynna liinn svarta kyn- stofn að betra en liann var áður kunnur og vekja menn lil mnhugsun- ar um hann. Þessi tvö dæmi ættu að nægja ti! að benda á mikilvægi íþróttanna i nú- tímaþjóðlífi, auk þess heilsufræðilega og uppeldislega gildis, sem þær liafa. Allir þekkja svipað dæmi frá Forn- Grikkjum. Sigurvegárar á Olympíu- leikunum voru i hávegum hafðir og þóttu hafa unnið, ekki aðeins sjálfum sér, lieldur og ættborg sinni hinn mesta sóma. Kepptust menn um að vegsama þessa sigurvegara. Mynd- höggvarar gerðu myndir af þeim í marmara, þeir fengu að horða i ráð- húsi ættborgar sinnar, en það þólti mikill heiður. HYERS KYNS ófriður hrýtur i bág við anda íþróttanna. Her- mennskan og vopnaburðurinn lögðu íþróttirnar undir sig á fyrra hluta miðalda. En íþróttir hafa á síðustu timum rétt hlut sinn á ný, og íþrótta- menn hafa gerzt boðberar friðar og bróðernis. Þess vegna stendur það í alþjóðalögum íþróttamanna, að eng- in sú þjóð, sem á i ófriði við aðra þjóð, hafi rétt til að talca þátt í Olympíuleikum. Þess eru að vísu dæmi, að ein- ræðisþjóðir nútímans hafi notað í- þróttirnar til að skapa heraga meðal æskulýðs landanna, en slíkt er tví- mælalaust herfileg misnotkun. Er vonandi, að íþróttastarfsemin megi blómgast á frjálsum grundvelli, eins og gerist meðal lýðræðisþjóðanna. En þar kemur annað mein til greina, en það er atvinnuíþróttamennskan. Snillingar og afrelcsmenn á sviði í- þróttanna taka að sýna listir sínar fyrir peninga, þeir stofna með sér félög og keppa hverjir við aðra í flokkaíþróttum. Þessir nienn, sem hafa iþróttirnar að atvinnu, hafá

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.