Samtíðin - 01.05.1942, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.05.1942, Blaðsíða 15
SAMTIÐÍN i í BRÉF 97. saga Samtíðarinnar TIL GUÐS ESSI SAGA hefur borizi manna á milli um gervallt landið. Hvaða land? Nú auðvitað um Putta- góníu! Hvar annars staðar á byggðu bóli er eins gaman að vera, og livar skyldi vera jafn -— eigum við að seg ja — glaðlyndur konungur og þar? En sleppum nú því. í Puttagóníu bjó bóndi. Hann var blá-skínandi fá- tækur og liafði enga von um, að hann nnmdi nokkuru sinni komast úr öllu sínu fátæktarbasli. í örvæntingu sinni herti liann upp hugann og' skrif- aði guði eftirfarandi bréf: Góði guð. Þú átt nóg af öllu, og þó að þú þurfir ekki á peningum að halda, veit ég, að þú getur búið þá til. Ó, góði guð, aumkastu nú yfir liann Jón Markússon i Puttagóníu, sendu bonum 100 dúkata og forðaðu hon- um þannig frá öllu bannsettu fátækt- arbaslinu, sem alveg ætlar bann lif- andi að drepa. Þannig bljóðaði bréfið, sem Jón bóndi Markússon í Puttagóníu pár- aði guði almáttugum með viðvan- ingslegri hendi. Síðan lét bóndinn bréfið í umslag og skrifaði utan á það: Til hans bágöfgi, guðs almátt- ugs, á biunuun. Og að því loknu fór bóndinn með það á pósthúsið til þess að kaupa sjálfur ábyrgð á því °g ganga þannig úr skugga um, að það kæmist til skila, því að fólkið í Puttagóniu trúði ekki meira en svo á óskeikulleik hinnar konunglegu póstmálastjórnar í landinu. Ungfrúin á pósthúsinu leit á bréf- ið. Og þegar hún sá, að það var til guðs, sagði liún, að þetta næði engri átt, og bún ætti ekki g'ott með að taka við þess báttar bréfi og koma þvi áleiðis. En hann Jón Markússon sat við sinn keip. Hann var ekki á því að hætta við að senda bréfið og sagði, að það hlyti að komast til skila rétt eins og önnur bréf. Póstmeistarinn, sem var þarna nærstaddur, fór nú að atlmga, hvað væri á sejTði. Þegar bann lieyrði, Iivað Jóni og stúlkunni bafði farið á milli, og er Jón bafði skýrt honum rækilega frá ástæðum sinum, kink- aði bann kolli til afgreiðslustúlkunn- ar, en sneri sér því næst að Jóni og mælti: Skildu bréfið eftir hérna, vin- ur minn, það skal verða sent. — Verður það sent í ábyrgðarpósti? spurði Jón Markússon. — Já, í ábyrgðarpósti, svaraði pósl- meistarinn. — Og bvað koslar undir það? — Kostar, látum okkur sjá — það er nú langt til hinmarikis. Ég er bræddur um, að burðargjaldið verði nokkuð bátt. En guð nýtur alveg sér-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.