Samtíðin - 01.05.1942, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.05.1942, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN dvalið langvistum erlendis, tala kröft- uglega til vor íslendinga hérna meg- in liafsins. Niðurlagsorð mnmæla lians eiga vilanlega alveg eins við um varðveizlu islenzkra menningar- erfða og um að slitna ekki úr tengsl- um við land vort og þjóð, því að i rauninni er þar um eitt og hið sama að ræða. Að þessu sinni skal þó aðeins i slultu máli vikið að nokkrmn megin- þáttum i liugsjóna-arfleifð vorri. Verður þar ofarlega á haugi dreng- skapar-hugsjónin. Berþóra var „drengr góðr“, segir i Njáls sögu, og Iiafa þau orð frá því i fornöld og fram á þennan dag verið mikið hrós í munni sögufróðra og sannleikselsk- andi fslendinga. Því að í þeirri lýs- ingu felst það, að hver, sem þann vitnisburð hlýtur, hafi verið heil- steyptur að skapgerð og fastlyndur, hreinn og heillundaður. Að fornu fari hefir orðið „drengr" og „dreng- skapr“ jafnvel enn þá dýpri merk- ingu. „Drengir heita vaskir menn og batnandi“, segir Snorri Sturluson, en það eru með öðrum orðum þeir menn, sem sameina hreysti og hug- prýði og vaxandi sálargöfgi. Þvi segir dr. Guðmundur Finnbogason, að i orðinu „drengr“ felist meira af æðstu siðgæðishugsjón forfeðra vorra en í nokkru öðru einu orði. Hann bætir við: „Drengskaþurinn fæst með því að beila vaskleikanum þannig, að maður batni við — vinna þau verk, sem göfga menn.“ (íslendingar, hls. (51). Drengskaparhugsjón norrænna manna og íslenzkra er þvi snar þátl- ur í hugsjóna-arfleifð vorri, sem .sæmir að leggja rækt við og halda á lofti, yngri kynslóð vorri til fyrir- myndar. Og þar speglast einnig manndóms- liugsjón forfeðra vorra, sem rituð er stóru letri í „Hávamálum“. Höfund- ur þeirra, hver sem hann var, og vér getum skoðað hann sem túlk og málsvara norrænnar lífsspeki, leggur megináherzhma á manngildið; ])að verður einkar augljóst, þegar í minni er horið, hversu smáuin augum hann lítur á auðinn einan saman. Höfund- ur þessara fornu spekimála vorra metur mennina eingöngu eftir manndómi þeirra, en ekki eftir eign þeirra og löndum eða lausum aurum. Þessi manndómslund hefir verið og er enn liöfuðeinkenni hinna heztu Is- lendinga og varpar ljóma á líf þeirra og starf. Þess vegna hefir með sanni mátt segja um margan alþýðumann- inn og marga alþýðukonuna í hópi þeirra, beggja megin hafsins, það, sem sænskur hirðmaður kvað hafa sagt um Öskar II. Svíakonung, að hann væri kotungsættar, en sérhvei þumlungur i honum úr öðlingsefni. Slíkum sonum og dætrum Islands orti Stephan G. Stephansson hæf eft- irmæli, ]jegar hann kveður þannig um Helga Stefánsson i „Helga-erfi“: „Engan hóf á efstu skör yfirborðið glæsta. Varpar tign á kotungs kjör konungslundin stærsta.“ Ekki hefir lieldur enn sem komið er sannari mælikvarði verið fundinn á manngildið heldur en sú mann- dómshugsjón, sem skáld vor frá því á líð liins nafnlausa höfundar „Hávamála“ og fram á vora daga,

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.