Samtíðin - 01.05.1942, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.05.1942, Blaðsíða 14
10 SAMTIÐIN mun betri aðstöðu lil allra æfinga og komast því venjulega lengra en á- hugamenn, sem iðka íþróttirnar vegna iþróttanna og algerlega í tóm- stundum sínum. Sem betur fer er þessum tveim flokkum íþrótta- manna, atvinnu- og ábugamönnum, algerlega lialdið aðskildum. Eru þar glögg takmörk, og í raun og veru er atvinnuíþróttamennskan sérstök atvinnugrein. Frá því sjónarmiði er ekkert athugavert við þá slarfsemi, en með tilliti lil hugsjóna iþróttanna er hún spor í ranga átt. Ef athugað er, á livaða tíinum mennirigin hefir staðið hæst og á hvaða tímum íþróttirnar hafa verið í mestum blóma, kemur í ljós, að þau tímabil fara saman. Ef athugað er, í livaða löndum heimsmenningin er á liæstu stigi, og Iivar vegur íþróttanna er mestur, kemur í ljós, að það fer sarnan. Norður-Evrópa og þau lönd, sem þaðan eru byggð, má telja, að standi nú á 20. öldinni á liæslu menningar- stigi. Þar er blómi íþróttarina mestur, enda var það þar, sem þær endur- vöknuðu fyrir síðustu aldamót. Norðurlönd, Svíþjóð, Finnland og Noregur, þar sem lýðmenntun er ef lil vill á hæsta stigi, eru einnig blóma- Iönd íþróttanna. Á þessu sést, að íþróttirnar verða menningunni ávallt samfara. Þær eru fyrirbrigði, sem ómenntaðir þjóð- flokkar þekkja ekki i sinni réttu mynd. Og á okkar tímum eru íþrótt- irnar að verða æ meiri og mikilvæg- ari þáttur hámenningarinnar, eins og þýzki hlaupagarpurinn og íþrótta- frömuðurinn Otlo Peltznér sagði í einni af bókum sínum. Slíkt ætti hver maður að gera sér ljóst. Yér krefjumst iþrótta til þess að stæla líkama vorn og gera hann eins þjált verkfæri andans og unnt er. A. TANBERG dr. med., sem er kunnur yfirlæknir, liefir látið svo um mælt: „Mjólk er fullkomnasta næringarblanda, sem til er. Engin önnur fæðutegund getur komizt í hálfkvisti við hana. Ef gall- ar eru á mataræðinu, þá er engin önnrir fæða eins vel löguð til þess að bæta úr þessum misbresti, eins og mjólkin. Hún gerir í raun og veru allt mataræði fullkomið.“ Þessi orð koma oss i hug, er menn ræða um flótta fólksins i landinu frá framleiðslunni, sem viðhaldið hefir þjóð vorri i meira en þúsund ár. Og hvað mundi notadrýgra í baráttu við margs konar sjúkdóma og jafnvel yfirvofandi úrkynjun þjóðarinnar en hollt íslerizkt kjarnfæði í ríkum mæli ? — Þér eruð falleg stúlka. — Það munduð þér segja, þó að yður fyndist það ekki. — Og það mundi yður sjálfvi finnast, þó að ég hefði ekki orð á því. Vanti ró á boltabút, bor og rennistálið, fáir ganga frá mér út, fyrr en leyst er málið.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.