Samtíðin - 01.05.1942, Blaðsíða 12
8
SAMTlÐIN
Benedikt S. Gröndal :
ÍÞRÓTTIR og MENNING
Einhvern
tíma á Plat-
on að liafa sagt:
„Við krefjumst í-
þrótta fyrir hörn
okkar, til þess að
stæla líkami
þeirra, svo að
þeir verði eins
þjált verkfæri
andans og mögulegt er.“
í þessum merku orðum felst liin
íþróttalega Iiugsjón Forn-Grikkja,
sem telja má vafalaust, að staðið hafi
ölhun. þjóðum á öllum tímum fram-
ar á sviði líkamsræktar. Það var ekki
af þvi, að þeir væru snjallari afreks-
menn, af því að þeir köstuðu spjóti
lengra, híypu hraðara eða glímdu af
meiri knáleik en nútímamenn. Aftur
á móti er grundavallarhugsjón sú,
sem fram kem.ur i orðum Platons,
gimsteinninn í íþróttamenningu forn-
aldarinnar. I þessum orðum felst allt
það, sem íþróttamenn keppa að, jafnt
nú á tímum sem í Grikklandi til
forna.
Griska menningin leið undir lok,
og tímarnir breyttust. Þessi gullna
hugsjón, sem í framkvæmd hafði
veilt þúsundum ungra manna og
meyja hreysti og harðfengi, þessi
hugsjón, sem hafði veitt hinni grísku
æsku svo margar ánægjustundir, dó
út. Vopnaburður tók að skipa þann
sess í lífi manna, sem íþróttirnar
liöfðu áður skipað, vígfimi og her-
mennska þróuðust í myrkrum mið-
aldanna. Tíðarandinn varð þann veg,
að hver maður varð að geta hrugðið
sverði og skotið spjóti. Vígfimin skip-
aði fremsta sess, og enda þótt til væru
leikir, sem hefðu íþróttagildi, voru
þeir eingöngu álitnir skemmtun.
Iþróttamenn þessa tíma voru flest-
ir drenglyndir í framkomu allri,
þótt vígfimir væru. Það var sagt um
Gunnar á Hhðarenda, að „eigi var
sá leikr, at nakkvarr þyrfti við hann
at keppa, ok liefir svá verit sagt, at
engi væri hans jafningi.“ Og svo kem-
ur hin hliðin: „Manna var hann
kurteisastr .... ráðhollr ok góð-
gjarn, mildr og stilr vel, vinfastr
ok vinavandr.“
TÍMARNIR breyttust enn, og her-
mennskan tók stakkaskiptum. í
stað sverðs og spjóls komu byssurn-
ar. Hermennskan hafði að nokkrri
leyti komið í stað íþróttanna og dreg-
ið þær undir sinn væng, en nú kom
ekkert í stað liermennskunnar um
langt skeið, er hún breyttist. Þannig
lágu íþróttirnar niðri þar til á ofan-
verðri 19. öld, er þær hófust aftur á
loft og hin mikla iþróttaalda reis,
sem enn er ekki séð fyrir endann á.
Þessi alda átti upptök sín í Norður-
Evrópu og þeim löndum, sem þaðan
eru hyggð. Má telja, að endurvakn-
ingartímabil íþróttanna hefjist með
Ben. S. Gröndal