Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 7
SAMTÍÐIN Júh' 1944 Nr. 104 11. árg., 6. hefti ÖTGEFANDI: SIGURÐUR SIÍÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32 EGAR þessi orð eru rituð, er nýlcga lokið mikilvægustu og glæsilegustu atkvæðagreiðslu, sem sögur fara af liér á landi.Iýðvéldiskosningunum.Við slíkt tæki- færi verður oss hugsað langt aftur í ald- ir, og ósjálfrátt numur hugurinn staðar við árið 1262. Hinu pólitíska gerningaveðri Sturlungaaldarinnar er að verða lokið. Norðlenzkum og sunnlenzkum bændum, afkomendum þeirra manna, er auðnazt hafði aS lifa hér í frelsi og sjálfræði sið- an á landnámsöld, hefur verið smalað á Þingvöll til þess að afsala sér því dýr- mætasta, sem nokkur þjóð á, sjálfsforræð- inu. Bak við bændurna, sem látnir eru sverja hinn nöturlega eið, hillir undir tvo menn. Annar þeirra, hinn vitri Haukdæli, Gissur jarl Þorvaldsson, er persónugerv- ingur hinnar innlendu þjóðmálaóreiðu, að vissu leyti eilíft fyrirbrigði hér á landi. Hinn er fulltrúi liins erlenda valds, norski hirðgæðingurinn Hallvarður gull- skór. Stundin er örlagarík. Það er hvorki meira né minna en verið að leggja íslenzku þjóðina í hlekki. — Nú á þessu herrans ári, þegar siðustu slitrunum af þessum hlekkj- um hefur verið rykkt af þjóð vorri með samstilltu átaki hennar sjálfrar, finnst oss vel við eiga að rifja upp fyrir öllum lesendum þessa tímarits samninginn, sem forfeður vorir voru kúgaðir til að gerast aðili að árið 1262. Hann er venjulega nefndur G a m I i s á 11 m á 1 i, og er að vísu hið merkilegasta skjal, enda hvorki meira né minna en grundvöllur vor í frelsisbaráttunni: Sáttmálinn er á þessa leið: „Það var sammæli bænda fyrir norð- an land og sunnan 1. Að þeir játuðu ævinlega skatt hr. N. konungi (þ. e. Hákoni Hákonarsyni Nor- egskonungi) land og þegna með svörðum eiði, 20 álnir hver sá maður, sem þingfarar- kaupi á að gegna. Þetta fé skulu saman færa hreppstjórar og til skips og fá í hendur konungs umboðsmanni og vera þá úr ábyrgð um það fé. 2. Hér í mót skal konungur láta oss ná friði og íslenzkum lögum. 3. Skulu 6 skip ganga af Noregi til ís- lands 2 sumur enu næstu, en þaðan í frá sem konungi og hinum bcztu bændum landsins þykir hentast landinu. 4. Erfðir skulu upp gefast fyrir íslenzk- um mönnum í Noregi, hversu lengi sem þær hafa staðið, þegar réttir koma arfar til eða þeirra löglegir umboðsmenn. 5. Landaurar skulu upp gefast. 6. Slíkan rétt skulu íslenzkir menn hafa í Noregi sem þá, er þeir hafa beztan haft og þér hafið sjálfir boðið í yðrum bréf- um og að halda frijii yfir oss, svo sem Guo gefur yður framast afl til. 7. Jarlinn viljum vér yfir oss hafa, með- an hann heldur trúnað við yður, en frið við oss. 8. Skulu vér og vorir arfar halda með yður alllan trúnað, meðan þér og yðrir arfar halda við oss þessa sáttargjörð. En lausir, ef hún rýfst með beztu manna yfir- sýn.“ Þetta er ekki margort skjal, miðað við skriffinnsku þeirrar miklu blekiðjualdar, sem vér lifum á, og sjálfsagt veitist flest- um öðrum en fróðum mönnum örðugt að átta sig á mikilvægi þess af því einu sam- an. Því má telja, að á því sé mikil nauð- syn, að samið verði sem fyrst greinargott yfirlit um baráttu þjóðar vorrar á leið hennar frá frelsi til áþjánar, undir oki er- lendrar kúgunar og á leiðinni frá áþján til fullkomins frelsis. Þar yrðu lögð fyrir alþjóð nokkur höfuðskjöl úr frelsisbar- áttu þjóðarinnar, ekki sem dauður bók- stafur eins og „Gamli sáttmáli“ hér að framan, heldur sem áfangamörk á tor-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.