Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 12
8 SAMTlÐIN MERKIR SAMTÍÐARMENN Eggert Stefánsson Eggert Stefánsson söngvari er fæddur í Reykjavík 1. des. 1890. Foreldrar: Stefán Egilsson múrari og kona hans, Sesselja Sig- valdadóttir ljósmóðir. Eggert stundaði söngnám við Kgl. tón- listarskólann i Khöfn 1910—14. Hann dvaldist því næst í Stokk- hólmi 1915—19 og söng á þeim árum opinberlega í flestum stærri bæjum í Svíþjóð. Árið 1919 söng hann í London. Stund- aði síðan framhaldsnám í Milano. Frá Italiu fór hann söng- ferðir til stórborga Evrópu, m. a. Parisar, Berlinar og London. Árið 1923 fór hann söngför til Kanada og Banda- rikja Norður-Ameríku. Hann söng sem fulltrúi lslands og Danmerkur á heimssýningunni i París 1925. Eggert hefur sungið um 50 ísl. lög á plöt- ur. Á árunum 1937—40 söng hanji ísl. lög í út- varp víða i Evrópu. Hann hefur fengið tilboð frá ýmsum frægustu óperum Evrópu, en hefur hafnað þeim, lil þess að geta þeim mun betur kynnt ísl. sönglist. Eggert hefur skrifað margar greinar um ísland og ísl. menningu i erlend blöð og tímarit. Árið 1943 kom út bók hans íslands Fata morgana, og um síðustu áramót Óðurinn til ársins 1944. Eggert er einn af kunn- ________________ ustu listamönnum vorum og eld- Ann ai.eriaau Henry H. Arn- oldr yfirmaður flughersBanda- ríkjanna, er fæddur i Glad- wyn í Pennsyl- vaniu árið 1885. Arið 1911 á- kvað Banda- ríkjastjórn að H. Arnojds taka tilboði Wíright-bræðra um smíði hernaðarflugvéla. Arn- old var þá ungur lautinant, til- tölulega nýútskrifaður úr West Point herskólanum. Fór hann þá til Dayton í Ohio og lærði að fljúga hjá Wright-bræðrum. Hann hefur setl met i langferða- flugi i Bandaríkjunum og á þar auk ])ess mörg met í háflugi og hraðflugi. Arnold yfirhe.rshöfð- ingi er læknissonur og á ekki til hermanna að telja. Theodore Dreiser, hinn heimsfrægi ameríkski skáldsagnahöfundur, er fæddur i Terre Haute i Indiana í Bandarikjunum 27. ág. 1871. Faðir hans var kaþólskur heittrúarmaður, en móðir hans draumlynd. Dreiser fór að loknu skóla- námi til Chicago og vann þar örðuga og illa borgaða vinnu. 18 ára fór hann i Indiana-há- skóla, en hvarf frá námi vegna fjárskorts. Gerð- ist bíaðamaður i Chicago 1892. Var 1894—98 ritstjóri tónlistartímarits i New York. Fyrsta skáldsaga hans, Sister Carrie (1900), vakti ekki athygli. Sú næsta, Jennie Gerhardt, kom 1911, og síðan hefur hver bókin rekið aðra. Dreiser hefur láni að fagna að vera mjög umdeildur höfundur og grama öfundarmenn. John Gielgud, hinn heimsfrægi Hamlet-leikari Englendinga, er 39 ára gamall. Hann er Gyðingaættar, og í móðurætt hans (Terry-ættinni) eru fjölmargir kunnir leikarar. Gielgud lék fyrsta hlutverk sitt í Old Vic leikhúsinu árið 1921 og hefur síðan skilað hverju stórhlutverkinu á fætur öðru, en einnig leikið í kvikmyndum, og munu ýmsir íslendingar minnast frá- bærrar meðferðar hans á hlutverki enska stjórnmálamannsins Disraelis í samnefndri kvikmynd. heitur ættjarðarvinur. Hann kvæntist í Milano 1920 Lelia- Cassola, konu al' göfugum, ít- ölskum ættum. Ann Sheridan, hin vinsæla, am- eríkska kvikmyndas-tjarna, er fædd i Dallas i Texas. Hún kom upphaflega til Hollywood sem fegurðardrottning í fegurðar- samkeppni, er Parainount-kvik- myndafélagið efndi til. 1 fyrstu fékk hún einvörðungu smáhlutverk, en með fádæma ])rautseigju hef- ur henni tekizt að öðlastheims- frægð. Upphafl. hét hún Clara Lou Sheridan. Th. llreiser ált þvi eignast .1. Gielgud

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.