Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN BJÖRN BJARNASON cand. mag. Frá Oxford og Cambridge Kæri rit- STJÓRI! — Þú hefur beðið mig að skrifa um dvöld mína i Eng- landi s. 1. ár, og þar sem mér er mjög afmarkað rúm í thnariti þínu, hefi ég hugs- að mér að skýra frá þvi helzta, sem mér dettur í hug um háskólabæina Oxford og Camhridge. Háskölafyrirkomulag í þessum bæjum er með töluvert öðrum liætti en við aðra háskóla i Englandi og annars staðar. Þar er t. d. engin sér- stök háskólabygging, þar sem stúd- entar hlýða á fyrirlestra, taka próf sin o. s. frv., lieldur sækja nemendur fyrirlestra í hinum ýmsu „colleges“ eða stúdentabyggingum, sem öll til samans mynda eina heild, sem er i rauninni háskólinn. Lífið i þessum „colleges“ er svo heimur út af fyrir sig, þar sem stúdentarnir hafa fæði og liúsnæði, halda fundi sina og skenmitanir. 1 Oxford eru um 20 „colleges“ fyrir karlmenn og 4 fyrir konur. í öðru verulegu tilliti er kennslu- fyrirkomulagið í Oxford öðruvísi en annars staðar. Hver stúdent liefir einn eða tvo einkakennara, sem eiga að veita hon- um alla hugsanlega hjálp og tilsögn við námið og einnig sjá um, að hann Biörn Bjarnason slái eklci slöku við og tilkynna það hærri stöðum, ef út af bregður. Þetta fyrirkomulag hefir þann kost, að eftirlit verður miklu meira með hverjum einstökum nemanda. auk þess, sem einkakennsla er alltaf persónulegri og notadrýgri en lióp- fræðsla. Frá byrjun hefir borið töluvert á ríg milli háskólanna í Oxford og Camhridge, en þó er það meira i gamni en alvöru, því að raunar viðnr- kenna þessir liáskólar hvor annan, en helzt enga aðra háskóla hvorki inn- lenda né erlenda. Enginn dómur skal á það lagður hér, hvort þessir háskólar eru raun- verulega betri en aðrir, en hitt er víst, að þeir njóta geysilegs álits í Bret- landi og liafa það hezta kennaralið, sem völ er á. Cambridge hefir þótt fremri í náttúruvísindum en Oxford, og má í því samhandi nefna, að Sir Isaac Newton og Darwin stunduðu háðir nám í Camhridge. Aftur á móti hefir Oxford fóstrað aragrúa af heimspekingum, stjórnmálamönnum og málfræðingum. Stórskáld þjóðarinnar hafa sótt þessi menntasetur nokkurn veginn jöfnum höndum, en þó iná segja, að Oxford veiti þar öllu betur. Milton, Spencer, Grav, Byron og Tennyson fengu allir menntun sína í Cambridge, en eftirlætisgoð þjóðar- innar, Shelley, var i Universitv College í Oxford, þegar liann var

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.