Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 13
SAMTlÐIN 9 VIÐHORF DAGSINS XVI Frá sjónarmiði málarans Eftir INGÞÓR SIGURBJÖRNSSON málaramelstara AÐ VAR tilviljun ein, sem réð því, að ég byrjaði á að mála. Ég ætlaði ekki að fást við slíkt nema eitt suraar, eingöngu í sambandi við húsasmíðar, því að þar, sem ég ólst upp, var litið svo á, að sami maður ætti að vera fær um að vinna hvert einasta bandtak að smíði búss, frá því að grafið var fyrir grunni og þar til húsið væri fullgert. Lítið hafði ég séð af málarastarfsemi, ef undanskilið er, að tvisvar — þrisvar sá ég dregið vfir nýjan panel, en víða í sveitum liðu þá hæir og hús svo undir lok, að þau höfðu aldrei verið rnáluð. Vindur og' regn fóru miskunnarlausum lierskildi um glugga og hurðir og annað óvarið tré, þar til þar var eigi lengur um neitt viðnám að ræða, og fyrr en varði, urðu húsin næsta lítils virði. Nú er viðhorfið gerbreytt. Nú vita allir, að það er ekki einungis fegurðarauki að mála bús, lieldur bráðnauðsynlegl til þess að verja þau skemmdum. Glugga þarf að mála að utan annað eða þriðja hvert ár og bárujárnsþök eigi sjaldnar, ef vel á að vera. Það mun mála sannast, að enda þótt dýrt sé að mála, er þó enn dýrara að mála ekki. Það er dýr sparnaður að láta járn ryðga og tré fúna. Brátt skildist mér, að málaraiðn og húsasmíði er tvennt ólíkt. „Van- inn skapar listina,“ og því viðfeðm- ara starfsvið sem liver einstakling- ur velur sér á sviði iðnaðarins, þeim mun minni leikni öðlast hann i liverri grein. Heyrt hef ég menn segja, að málning innan húss sé ekki annað en eintómt „pjatt.“ Fæslir munu þó nú orðið telja, að svo sé, en virða þó misjafnlega. Margir virða mest einangrunargildi málningarinnar, aðrir þrifnaðar- auka hennar. „Til hvers eruð þið að þessu?“ er oft sagt við málara, þeg- ar þeir eru að „spartla“. Og ekki er Iaust við, að sumuni húseigendum þyki nóg um, ef „spartlaður“ er aft- ur og aftur sami flöturinn við liverja málningarumferð. Gildir bændur hafa stappað stál- inu í þá, sem byggju við fleytings- þýfi að slá það lnklaust með vél, og mundi það þá sléttast smám saman af sjálfu sér! Sé málning á veggjum lmúskótt, fleiðrast bún við hreingerningar eins og þýfið undan vélinni. En séu veggir og loft vand- lega máluð og lökkuð, verður hrein- gerningin leikur einn. Gamall bóndi í átthögum mín- um snéri sér ávallt við í hnakknum, er liann reið heiman að og horfði með ánægju á hvítmáluð þilin, er sómdu sér næsta vel í grænkunni á sumrin. Svo mun mörgum bænd- um fara nú á dögum. Menn eru

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.